
Svona byrjaði ég nú, illa. En allavega ég fékk hvatningu frá notandanum “AxlSlash” og ákvað að halda áfram. Náði síðan í Macromedia flash 8 http://macromedia-flash.en.softonic.com
Tók mig smá tíma að læra á það og teikningarnar voru svoldið grófar en síðan skánaði það. Þetta forrit er svo miklu betra en Paint.Og paint hefur svo mikil áhrif á húmorinn í sögum. Ég mæli með Macromedia flash 8 fyrir alla sem hafa áhuga á að senda inn myndasögur.
En allavega ég byrjaði illa eins og margir hérna á huga, en ég vill meina ekki gefast upp. Náið í Macromedia flash 8 ef þið getið og já bara æfa sig að teikna í því. Ef þið þurfið einhverja aðstoð getið þið sent mér skilaboð ;)
Allavega er ritstífla aftur komin í hausinn minn gamla og er að reyna eins og ég get að fá góða hugmynd.
Endilega kíkja á http://www.fiotti.bloggar.is og kvitta í gestabókina ef þið hafið ekki gert það áður ;)