Sagan um mannin sem elskaði baunir!
Það var einu sinni maður sem elskaði bakaðar baunir. Hann elskaði þær, dáði þær og var hreint út sagt gagntekinn af bragðinu af bökuðum baunum. Vandamálið við þessa ástríðu hans var að fljótlega eftir baunaátiíð komu fram vandræðaleg búkhlóð úr afturendanum. Búkhljóðin voru hræðileg og lyktin alveg hreint til vandræða. Dag einn hitti hann stúlku, báðmyndarlega og urðu þau ástfangin. Þegar honum varð ljóst að hann vildi giftast henni þá áttaði hann sig á því að jafnframt á því að hann gæti lent í verulegum vandræðum ef hann endaði ekki þessa ástríðu á bökuðum baunum. Hann hætti að borða bakaðar baunir. Stuttu síðar giftust maðurinn og stúlkan. Nokkrum mánuðum seinna þegar hann var á leið heim frá vinnu bilaði bíllinn hans. Hann ákvað að labba þann litla spöl sem eftir var og skilja bílinn eftir. Á leiðinni labbaði hann fram hjá litlum matsölustað og datt í hug að láta eiginkonuna vita að honum seinkaði örlítið. Lyktin af bökuðum baunum fyllti vit hans um leið og hann labbaði inn um dyrnar. Hann átti enn eftir að labba nokkra kílómetra til viðbótar svo að hann ákvað að taka sénsinn á því að áhrifin væru horfin þegar að heim kæmi. Áður en hann vissi af hafði hann borðað 3 kúfulla diska af bökuðum baunum. Eftirköstin létu ekki á sér standa og búkhljóðin byrjuðu um leið og hann labbaði út af matsölustaðnum. Hann prumpaðist upp næstu brekku og prumpaðist áfram alla leiðina heim. Sem betur fer var þetta nánast gengið yfir þegar hann kom að útidyrunum sínum. Þó ekki alveg því að þegar hann var að fara að stinga lyklinum í skrána þá fann hann titringinn og þrýstinginn magnast í iðrunum. Hann ákvað að bíða smá en um leið var hurðin rifin upp. Eiginkonan stóð í dyrunum og sagði áköf, “Elskan mín, ég er með óvænan kvöldmat fyrir þig!” Hún batt fyrir augun á honum og leiddi hann inn í eldhús. Hann settist en þegar að konan ætlaði að losa bindið frá augunum þá hringdi síminn. Hún tók af honum loforð um að kíka ekki á meðan hún væri í símanum. Ó, hann var svo feginn að fá tækifæri til að losa um þennan ægilega þrýsting sem hafði safnast saman við útidyrnar! Hann lyfti því örlítið hægri rasskinninni og leysti ljúflega frá. Ekkert heyrðist en þvílíkt úldi eggjafýla lagðist yfir eldhúsið! Honum leið aðeins betur en síðan magnaðist þrýstingurinn aftur…. Hann lyfti því hægri rasskinninni aftur og lét vaða. Það drundi í eldhúsinu og lyktin var svo hræðileg að hann kúgaðist. Hann þreifaði fyrir framan sig og fann servíettu sem hann notaði til að bægja lyktinni frá sér. Hann hlustaði fram á gang og heyrði að eiginkonan var ennþá upptekin í símanum. Með reglulegu millibili næstu fimmtán mínúturnar gekk þetta svona fyrir sig, hann rak svo rosalega við að rúðurnar titruðu og borðið hristist, hann vifraði eins og hann gat með servíettunni þar til að hann hætti að kúgast. Loksins heyrði hann konuna sína enda símtalið. Hann braut servíettuna snyrtilega saman lét hana á diskinn hjá konunni sinni og brosti eins og saklaus engill þegar hún gekk inn í eldhúsið. Eiginkonan bað hann afsökunnar á þessari töf og spurpi hann hvort hann hefði nokkuð stolist til að kíkja. Hann fullvissaði hana um að það hefði hann alls ekki gert! Þá fjarlægði hún bindið frá augunum og þá komu allir matargestirnir í óvænta afmælisboðinu hans í ljós. hahaha!