Nýi presturinn
Nýr prestur var við sína fyrstu messu og var svo hræddur að hann gat varla komið upp orði. Eftir messuna spurði hann meðhálparann hvernig sér hefði gengið? Meðhálparinn sagði að honum hefði farnast ágætlega en bætti síðan við að það gæti hjálpað honum með næstu messu að setja örlítið vodka eða gin út í vatnsglasið sitt, gamli presturinn hefði gert það til að slappa af. Næsta sunnudag setti presturinn vodka í glasið sitt og það kjaftaði á honum hver tuska. Eftir messuna spurði hann meðjálparann hvernig sér hefði gengið núna. Meðjálparinn sagði að hann hefði staðið sig nokkuð vel en það væru nokkrar staðreyndir sem hann þyrfti að hafa á hreinu: Boðorðin eru 10 ekki 12. Postularnir eru 12 en ekki 10. Dafíð felldi Golíat buffaði hann ekki. Við minnumst ekki á Jesú krist sem Jonna heitin K. Næsta sunnudag verður haldin karmellukökukepni hjá Sankti Péturskirkju en ekki Péturskaffikýling hjá Sankti Karmellukirkju. Faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi eru ekki nefndir Kallinn, Lilli og Draugurinn.