Það voru einu sinni ljóska, Hafnfirðingur og Eskimói saman í lyftu á leiðinni upp.
Á 1.hæð kom inn maður í bleikum stígvélum og með grænt hár.
Á 2.hæð kom inn kona með ref um hálsinn og eiturslöngu í veskinu.
Á 3.hæð kom inn dvergur með rauðan pípuhatt.
Á 4.hæð kom inn feit stelpa með könguló í hendinni.
Á 5.hæð kom inn bleiki pardusinn.
Á 6.hæð kom inn pizzasendill með bjúgu í poka.
Á 7.hæð kom inn kínversk kona með prjóna í hárinu.
Á 8.hæð kom inn svertingi með rauðan varalit og blóm í hárinu.
Á 9.hæð kom inn geðsjúklingur með banana í eyrunum.
Á 10.hæð kom inn allsber kona með alskegg.
Á 11.hæð kom inn lítill strákur með gullfisk í poka með blóði.
Á 12.hæð kom inn draugur í grænum nærbuxum.
Á 13.hæð stoppaði lyftan og blóðugur maður með keðjusög skipaði þeim öllum að koma út úr lyftunni.
Allir hlýddu því nema eskimóinn, Hafnfirðingurinn og ljóskan.
Þau fóru aftur niður með lyftunni og sögðu við hvort annað: “En hvað við vorum heppin að sleppa frá morðingjanum!”
En þau misstu líka öll af Halloween-partýinu sem var á 13.hæðinni.