Sá sem margt veit talar frekar.
Engum er lýti að því sem allir hafa.
Gull hlær að heimskum.
Vaninn gefur listina.
Blindur er bóklaus maður.
Þeim ferst ekki að grýta sem í glerhúsi búa.
Nóg hefur sá sér nægja lætur.
Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi.
Enginn eignast krónuna nema hann hirði eyrinn.
Enginn er hærri þó hann hreyki sér.
Á morgun segir sá lati.
Leynt mein skal leynt bera.
Reiði og vín lætur hjartað segja til sín.
Sæmdin er lífinu dýrmætari.
Sannleikurinn er sagna bestur.
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Töluð orð og gerðir verða ekki teknar aftur.
Segðu fátt og segðu það vel.
Allt orkar tvímælis þá sagt er.
Þjóð veit þá þrír vita.
Þeir segja mest frá Ólafi konungi sem hvorki
hafa heyrt hann né séð.
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
Ekki er fjandinn frændrækinn.
Illur gleðst af annars skaða.
Orðspor ills manns berst víða.
Fyrri er vondur en verstur sé.
Illur vani er því þrengri sem hann er lengri.
Hin sanna synd er sú sem drýgð er af illkvittni.
Ekki eru allar syndir Guði að kenna.
Forn synd gerir nýja skömm.
Sá bindur sig mikið sem mútuna þiggur.
Þeir eru ríkir sem eiga vini.
Enginn spegill er betri en gamall vinur.
Æ sér gjöf til gjalda.
Einn óréttur býður öðrum heim.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Stund og staður gerir margan þjóf.
Sætt er sameiginlegt skipbrot.
Verður hver með sjálfum sér lengst að fara.
Oft er karlmanns hugur í konu brjósti.
Engin kona verður skækja af eins manns völdum.
Allt er leyfilegt í ástum og stríði.
Mjúk er móður höndin.
Blessun vex með barni hverju.
Barnið vex en brókin ekki.
Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.
Sjaldan hlýst gott af gestum.
Margur kafnar undir nafni.
Fátækur má ei fríða konu eiga né fagran hest.
Fátæks manns festi hefur marga hlekki.
Þá er hver blíður er hann biður.
Morgunstund gefur gull í mund.
Lofa skal mey að morgni, veður að kvöldi.
Digur rass þarf víða brók.
Hnífur þess freka er fyrstur í smjörið.
Sætur er sjaldgefinn matur.
Hvað skal flot við feitum sel.
Öl stelur geði guma.
Allir eldar brenna út um síðir.
Meira vinnur vit en strit.
Hálfnað verk þá hafið er.
Hver er blindur í sjálfs sín sök.
Ekki má benda bogann um of.
Annarra herðum er byrðin létt.
Seint fyllist sálin prestanna.
Það er seint að segja amen þegar allir djáknarnir eru
þagnaðir.
Sá á björn sem banasár veitir.
Heimskt er heimaalið barn.
Kemst þótt hægt fari.
Ekki er allt vakurt þó riðið sé.
Stolinn hestur hleypur best.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Margur dansar þó hann dansi nauðugur.
Auðkenndur er asninn á eyrunum.
Það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins.
Kisa reisir því hærra stýrið sem hún er meira strokin.
Ekki fretar mús eins og hestur þó rauf rifni.
Það er vesæl mús sem ekki hefur nema eitt hús.
