Maður nokkur var í frí á Spáni. Hann ákvað að skella sér á nautaat, maðurinn skemmti sér konunglega. Eftir nautaatið var hann svangur og áhvað að borða á veitingastað þar nálægt. Hann settist niður og beið eftir þjóninum. Allt í einu sá hann hvar einn þjónninn kom inn með þessar rosalega girnilegu kjötbollur. Hann hugsaði sér gott til glóðarinnar og sagði þjóninum að hann ætlaði að fá það sama og maðurinn með kjötbollurnar. En þjónninn svaraði um hæl að það væri því miður ekki hægt, þar sem þessi réttur er bara borinn fram einusinni á dag, vegna þess að þetta væri eistu nautsins sem var drepið í nautaatinu fyrr um daginn. Maðurinn var vonsvikinn en ákvað þess í stað að koma snemma daginn eftir og ná sér í þennan rétt.
Daginn eftir mætti hann um leið og staðurinn opnaði og sagðist ætla að bíða eftir sérréttinum. dagurinn leið og loksins var nautaatið búið. stuttu seinna kom þjónninn með rétt mannsins; en á disknum voru aðeins litlar og ógirnilegar kjötbollur, ekki nærri því eins girnilegar og daginn áður. Hann kallaði á þjóninn og spurði hann hvað í anskotanum hann meinti með þessu og þjónninn glotti og sagði: “ Það er ekki alltaf sem nautið vinnur”
Flatus Lifir Enn