góð leið til að útskýra
………………………………………. …………..
Áttræður maður er í sinni árlegu skoðun hjá lækninum:

“Mér hefur aldrei liðið betur,” segir sá gamli, “ég á meira að segja tvítuga konu sem er ófrísk af barninu mínu. Hvað finnst þér um það?”

Læknirinn hugsar sig um og segir síðan: “Leyfðu mér að segja þér sögu. Ég þekki náunga sem er mjög ákafur veiðimaður. Hann missir aldrei af veiðitímabili. En einn daginn er hann að flýta sér og tekur óvart regnhlífina sína í staðinn fyrir riffilinn. Svo er hann í skóginum og allt í einu stendur þessi risastóri skógarbjörn fyrir framan hann. Hann mundar regnhlífina, tekur í takkann og björninn dettur niður dauður fyrir framan hann. Hvað finnst þér um það?”

Sá gamli svarar: “Það er ómögulegt. Það hlýtur einhver annar að hafa skotið björninn!”

“EINMITT !!” segir læknirinn.