Magga sat á biðstofu læknis áamt annarri konu og þær tóku tal saman. „Við hjónin erum búin að reyna að eignast barn í mörg ár en ekkert gerist.“ sagði Magga, „Ég býst við að okkur sé ekki ætlað að eignast börn.“

„Ég hugsaði akkúrat svona,“ sagði hin konan. „En svo breyttist allt. Þess vegna er ég hér. Ég er nefnilega barnshafandi og komin þrjá mánuði á leið.“

„Þú verður að segja mér hvernig þú fórst að,“ sagði Magga.

„Ég fór til andalæknis,“ sagði hún.

„En ég er búin að reyna það,“ sagði Magga. „Við Jónas fórum til andalæknis í næstumþví ár og það hafði engin áhrif.“

Hin konan brosti og hvíslaði, „Næst skaltu fara ein, vinan.“
A