Magga kom heim gráti nær og greinilega mjög brugðið. Jónas reyndi að hugga hana og spurði hana hvað hefði komið fyrir. “Það var þessi maður sem ég hitti niðri í bæ,” sagði hún. “Hann var hræðilegur. Hann var svo dónalegur að ég hef eiginlega aldrei heyrt annað eins. Ég vissi strax að hann myndi bara vera til vandræða. Hann kallaði mig öllum illum nöfnum og notaði þvílíkan rudda-munnsöfnuð að togarasjómaður myndi fara hjá sér.
Hann hótaði mér meira að segja öllu illu!” “Nei, heyrðu mig - hvernig hittir þú þennan mann?” spurði Jónas, sem var nú orðinn reiður og tilbúinn að vega mann og annan. “Það var fyrir algera tilviljun,” sagði Magga. “Ég bara keyrði á hann.”
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín