Maður nokkur er í apótekinu með ungum syni sínum þegar strákurinn tekur eftir smokkarekkanum og spyr pabba sinn hvað þetta sé. “Nú, þetta eru smokkar. Þeir vernda mann fyrir kynsjúkdómum og koma í veg fyrir að konan verði ólétt þegar maður stundar kynlíf,” svarar pabbinn opinskátt.

Stákurinn byrjar að skoða, sér síðan að það eru þrír í pakka og spyr hvers vegna það sé. “Þeir eru fyrir námsfólk. Einn fyrir föstudag, einn fyrir laugardag og einn fyrir sunnudagsmorgna.”

Strákurinn sér síðan annan með sex í: “Af hverju sex?”

“Sko, þeir eru fyrir fullorðna, ógifta,” svarar pabbinn, “tveir fyrir föstudaga, tveir fyrir laugardaga og tveir fyrir sunnudaga.”

“En pabbi, hérna eru líka pakkar með tólf í. Eru þá fjórir á föstudögum, fjórir á laugardögum og fjórir á sunnudögum?”

“Nei, nei,” svarar pabbinn, “þessir eru sko fyrir þá sem eru giftir. Einn í janúar, einn í febrúar, einn í mars…”
.