Rauðhetta og úlfurinn
Rauðhetta er á vappi í skóginum þegar hún sér eyrun á úlfinum standa upp yfir trjádrumb. “Haha! ég sé þig alveg, þú ert með svo stór eyru!” Úlfurinn hvæsir og hleypur í burtu. Rauðhetta heldur áfram rölti sínu um skóginn og sér aftur í eyrun á úlfinum, nú inní trjárunna. “Haha! ég sé þig alveg, þú ert með svo stór eyru!”, segir Rauðhetta. Úlfurinn stekkur upp og lætur sig hverfa lengra inn í skóginn. Eftir enn lengra rölt kemur Rauðhetta aftur auga á úlfinn. Þú ert með svo stór eyru að ég sé þig alltaf! Og nú er úlfinum nóg boðið, “Hættu þessu krakki, ég er að reyna að skíta hér í friði”.