Hjá Sameinuðu þjóðunum var einu sinni samkeppni um hvaða þjóð gæti skrifað bestu fílabókina.
Bretarnir lögðu fram þurra sagnfræðilega úttekt “Fíllinn og breska heimsveldið”.
Frakkarnir lögðu fram textann “Ástleitni fílsins - Persónuleg reynslusaga”
Þjóðverjarnir lögðu fram 47 bindi af “Inngangsfræði fyrir byrjendur að vísindalegum grunni rannsókna á eyrum fíla”
Bandaríkjamenn lögðu fram gamla grein úr tímaritinu “Money”: “Fílar – besta leiðin til að lækka skattana”
Grænfriðungar lögðu fram gagnritið “Fílar - þeir eru betri en menn”
Rússar lögðu fram gulnað handrit með titlinum: “Yfirburðir sovétska fílsins”
Japanir unnu keppnina með auglýsingapésanum“Við höfum enga fíla en vilt þú ekki kaupa Honda bíl í staðinn?”