Sorgmædd ljóska
Það var á venjulegum vinnudegi þegar yfirmaðurinn kom að ritaranum sínum alveg hágrátandi. “Hvað kom fyrir?” spurði yfirmaðurinn. Ljóskan sagði að henni var sagt gegnum símann að mamma hennar hafi dáið rétt áðan. Yfirmaðurinn vorkenndi henni og spurði þess vegna hvort hún myndi ekki vilja fá frí restina af deginum til að syrgja. “Neinei, ég get alveg haldið áfram”. Svo kemur yfirmaðurinn að henni hágrátandi aftur hálftíma seinna en núna var þetta tvöfalt verra. Þá spyr hann: “Hvað kom fyrir núna?” Ljóskan segir þá: "Ég var að tala við systur mína í gegnum símann og mamma hennar er líka dáin.