Fimm mannætur fengu vinnu í líftæknifyrirtæki.
Þegar forstjórinn tók á móti þeim sagði hann „Þið eruð núna hluti af liðsheild okkar. Hér getið þið haft góð laun og fengið að borða í matsalnum. Þess vegna langar mig að biðja ykkur að láta starfsfólkið í friði.“
Mannæturnar lofuðu öllu fögru.
Fjórum vikum seinna kom forstjórinn og sagði „Þið eruð allir mjög duglegir við vinnu ykkar og ég er mjög ánægður með hvernig þíð hafið leyst ykkar verk af hendi. Það eina er að einn af elstu húsvörðunum er horfinn. Vitið þið nokkuð um það?“
Mannæturnar hristu höfuðið og sögðust ekkert vita um hann.
Þegar forstjórinn var farinn sagði foringi mannætanna „Jæja, hver ykkar át húsvörðiinn?“
Einn hinna rétti hikandi upp höndina. Foringinn sagði við hann „Helvítis asni geturðu verið. Í fjórar vikur erum við búnir að éta hópstjóra, verkstjóra, verkefnisstjóra og deildarstjóra og enginn hefur tekið eftir neinu og þá þarft þú að fara að éta húsvörð!“