Einu sinni var strákur sem var alveg yfir sig hrifinn af stúlku sem gekk í sama skóla og hann. Hann talaði við vin sinn sem var algjör kvennabósi og spurði hann hvernig ætti að fara að til þess að ná til hennar. Kvennabósinn svaraði og sagði honum að hann ætti að reyna að hrífa hana með sínum eigin hætti. Strákurinn var andvaka alla nóttina eftir ráðlagninguna og hugsaði eins og hann gat.

Næsta dag fór strákurinn upp að stelpunni með hrífu og byrjaði að nota hana á stelpunni! Stelpunni brá og sagði móðguð: „Hvað ertu eiginlega að gera?!“
Þá svarar strákurinn með undrun: „Hvað, ég var bara að reyna að hrífa þig!“

HEHEHE