Þegar börnin ykkar eru óstýrilát getið þið þó huggað ykkur við þær hugsanir að almætti Guðs náði ekki til barna Guðs.

Þegar Guð var búinn að skapa himinn og jörð, skapaði hann Adam og Evu.
Og það fyrsta sem hann sagði við þau var: “MÁ EKKI”.
“Má ekki hvað?” svaraði Adam.
“Má ekki borða hinn forboðna ávöxt” sagði Guð.
“Forboðna ávöxt? Eigum við forboðinn ávöxt? Hey, Eva!.. við eigum forboðinn ávöxt!!”
“Nöö-hau”
“Júú-hú”
“Ekki borða þann ávöxt” sagði Guð.
“Akkurru?”
“Af því ég er pabbi ykkar og segi það!” sagði Guð og velti fyrir sér af hverju hann hafði ekki bara hætt þegar hann var búinn að skapa fílana.
Nokkrum mínútum seinna sá Guð börnin vera að gæða sér á epli og varð reiður.
“Sagði ég ykkur ekki að það væri bannað að borða þennan ávöxt?” spurði fyrsta foreldrið.
“Júbb” svaraði Adam.
“Af hverju gerðuð þið það þá?”
“Veiddiggi” svaraði Eva.
“Hún byrjaði!” sagði Adam.
“Nöö-hau”
“Júúhú”
“Gerði það ekki!”
“Gerðir það víst!”
“VÍÍÍÍSSSST!!!!”

Þegar Guð var alveg búinn að fá nóg af þessum tveim villingum ákvað hann að refsa þeim með því að láta þau sjálf eignast sín eigin börn. Og þannig hefur þetta gengið, svo þú getur huggað þig við að fyrst Guð gat ekki alið upp sín eigin börn, af hverju ætti það að vera eitthvað auðvelt fyrir ÞIG?