Var á Roskilde hérna um árið, eitthvað að rölta um með vinum mínum og þá sjáum við strák sem svona ráfar einhvernvegin um eins og hann sé týndur eða að leita að einhverju í algjöru vonleysi þangað til hann sér hvernig við horfum á hann og labbar upp að okkur og segir í spurnartón "
Kamelöse?“, við náttúrulega tæpast dönskumælandi (enda bara búnir með örfáa bjóra þegar þarna var komið sögu) lítum bara hvorir á aðra og förum svo að koma með uppástungur að orðum sem hann gæti verið að meina, og reynum að tala við hann á ensku, en hann segir ”no no no“ þegar við stingum uppá einhverju eins og ”camelot“, ”camel ost“, ”öl“ osfrv. segir bara aftur og aftur ”kamelöse!!“ og fer að gera einhverja svona undarlega handahreyfingu eins og hann sé að strjúka niðreftir litlum pýramída.
Síðan skiptir hann alltíeinu um orð og fer að segja ”syggekúgle?“ og kemur með einhverja aðra undarlega handahreyfingu og heldur áfram í örugglega svona 2-3 mínútur, þangað til hann hristir bara hausinn og segir ”no I'm just fucking with you guys", brosir og labbar í burtu.
Fattaði síðan að hann var að vísa í þetta vídjó
http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk