ok ég var að upplifa fáránlegustu nótt í lífi mínu.
ég var einn heima og var að fara að sofa.
ég fór og læsti útihurðinni og fór svo bara beint að sofa.
svo skyndilega vaknaði ég klukkan 3 um nóttina (FRAMMI Á GANGI) á nærbuxunum og var búinn að læsa mig úti!
það er alveg endalaust af snjó úti og ég þurfti að hlaupa út til að reyna að finna leið inn aftur en án árangurs.
ég hljóp aftur inná gang alveg að krókna úr kulda og var að reyna að hugsa þetta vandlega þegar ég sá að eina leiðin var að fara og banka uppá hjá nágrönunum og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu vandræðalegt það var að útskýra þetta fyrir þeim… een þau hjálpuðu til og fóru út og tóku gluggann af herberginu mínu og klifruðu inn og þaðan gátu þau opnað hurðina fyrir mig :P

án efa fáránlegasta en samt fyndnasta nótt sem ég hef upplifað XD
BenniHitler-BenniSatan-Oghananu.