5 aura brandarar


Þjónninn: Jæja, í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur, nýru í kássu og grísalappir.
Gestur: Ég var ekki að spyrja um heilsufar þitt.

Hún Stína litla…

… er svo grönn að í hvert skipti sem hún fer niður að Tjörn kasta endurnar brauði í hana.


Fíll og mús voru á leið yfir brú.

Fíllinn: Mikið svakalega brakar í brúnni. Ég held hún sé hreinlega að detta í sundur.
Músin: Það er nú engin furða þegar við erum bæði á henni í einu.


Smáauglýsing:

Bolabítur til sölu. Borðar hvað sem er. Hefur mjög gaman af börnum.

Einu sinni var kind sem hoppaði oní skurð, en það var allt í lagi.
Hún var með súkkulaðistykki í vasanum.

Einu sinni var fíll í flugvél sem hrapaði og hann dó, en það var allt í lagi.
Pabbans átti sjoppu.

Svo voru einu sinni tveir fílar í flugvél sem var að hrapa.
-Mig langar ekki til að deyja, sagði annar fíllin.
-Þetta er allt í lagi, segir hinn. Pabbi minn á sjoppu.

Einu sinni var flóðhestur sem hoppaði út úr flugvél, en gleymdi fallhlífini.
En það var allt í lagi, hann átti auka heima.

Ljósku brandarar

Hvernig kemurðu einhentri ljósku niður úr tré?

Þú veifar til hennar
Hvernig athugarðu greindarvísitölu ljósku?

Með loft mæli.
Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni á einstefnugötu.

Löggan: “Sástu ekki örvarnar?”

Ljóskan: “Ég sá ekki einu sinni Indjánana.”

Læknirinn: “Taktu þessar pillu þrisvar á dag.”

Ljóskan: “Hvernig get ég tekið sömu pilluna oftar en einusinni?”



Læknirinn: “Er hóstinn orðin betri?”

Ljóskan: “Já ég er búinn að æfa mig í alla nótt.”



Ljóskan var að keyra í Hafnarfirði þegar löggan stoppaði hana og bað um að

fá að sjá ökuskírteinið hennar. Hvað er það spurði hún.

Það er svona bleikt með mynd af þér. Hún leitaði í veskinu þangað til hún

fann bleika púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit í spegilinn.

Er það þetta spurði hún?

Löggan tók dósina og leit í spegilinn og segir svo.

Nú! Ekki vissi ég það þú værir í lögreglunni!!

Af hverju tvöfalda ljóskur ekki uppskriftir?
Vegna þess að ofninn kemst ekki hærra en 350°c

Varstu búinn að heyra um Ljóshærða úlfinn?
Hann festist í gildru, og nagaði af sér 3 lappir og var samt fastur.

Varstu búinn að heyra um ljóskuna sem setti köttinn sin í bað?
Hún er ekki en búinn að ná öllum hárunum af tungunni á sér.


Hafnfirðingabrandarar

Einu sinni var Hafnfirskur vísindamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Þegar annar vísindamaður gekk framhjá sagði hann: Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.
-Djöfull geturðu verið vitlaus. sagði Hafnfirðingurinn.- ég sendi hana auðvitað um nóttu.

Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!” skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.

Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?” svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík,“ sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!
Hafnfirðingar…

… fara alltaf í götóttum sokkum til útlanda því að þeir vita að þeir verða stoppaðir í tollinum.
Hafnfirðingar…
… borða aldrei kleinuhringi vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið.

Hafnfirðingar…

… borða aldrei kleinuhringi vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið.


Aðrir brandarar



Viðskiptavinurinn: ”Hvaða gjöf get ég keypt handa gamalli, ríkri frænku sem er mjög veikburða og getur varla gengið?“
Afgreiðslumaðurinn: ”Hvað segirðu um bón?“



Gary og Erika voru að klæða sig eftir einn snöggan í aftursætinu. ”Ég biðst afsökunar,“ sagði Gary. ”Ef ég hefði vitað að þú værir hrein mey þá hefði ég gefið mér meiri tíma.“ ”Það er ekki allt eins og það verður best á kosið,“ svaraði hún, ”ef ég hefði vitað að þú hefðir meiri tíma þá hefði ég farið úr nærbuxunum.“


”Heyrðu Benni, þú ættir að draga gardínurnar fyrir þegar þú og konan eruð að kela á kvöldin, ég sá til ykkar í gærkvöldi.“ ”Ha ha ha, ég var ekki einu sinni heima i gærkvöldi.“

Miðaldra kona kom inn í kvenfataverslun. Hún ætlaði að fá brjóstahaldara. Afgreiðslustúlkan spurði hvaða gerð það ætti að vera: ”hjálpræðisherinn“, ”einræðisherrann“ eða ”blaðamaðurinn“? En konan skildi ekkert og spurði hver munurinn væri á þessum gerðum. Jú, sagði afgreiðslustúlkan, ”hjálpræðisherinn“ lyftir þeim föllnu, ”einræðisherrann“ sankar að sér eins miklu og hann getur og ”blaðamaðurinn“ gerir úlfalda úr mýflugu.


Hún var af þeirri tegund kvenna, sem geta komið mönnum til þess að kasta sér í ár, klöngrast upp á fjöll eða klifra upp í ljósastaura…Já…alveg rétt …kona með ökuskírteini.



Linkpowski kom inn á smíðaverkstæði. -”Gætuð þér smíðað handa mér kassa sem á að vera fimmtíu metra langur og tíu sentimetra þykkur og breiður?“ -”Til hvers í ósköpunum viltu fá svona kassa?“ spurði hann loksins. -”Sko nágranni minn var að flytja og hann gleymdi garðslöngunni sinni og nú vill hann að ég sendi honum hana.


Majeski var standandi fyrir utan stórt hótel í Varsjá og hann var allsnakinn. Lögregluþjónn greip hann glóðvolgan. -“Jæja gæskur” sagði löggan. “Best að vefja einhverju utan um þig og svo förum við á stöðina.” -“Bíddu aðeins” æpti Majeski. -“Já en þú getur ekki staðið hérna allsnakinn!” -“Já en ég er að bíða eftir kærustunni minni” sagði Majeski með tárin í augunum. “Áðan vorum við heima hjá mér uppi í sófa og þá fór hún að stynja svo undarlega og sagði að við skyldum drífa okkur úr fötunum og gera eitthvað skemmtilegt. Mig langaði að fara í bæinn og sennilega hef ég verið á undan henni…”


“Pabbi. Af hverju ertu að skvetta bensíni yfir afa?” -“Þegiðu strákur og réttu mér kveikjarann…”



Pabbinn: “Siggi minn, þú varst að eignast litla systur í morgun. Storkurinn kom með hana.” Siggi: “Pabbi! Ég skil þig ekki. Það er fullt af ríðilegu kvenfólki hérna í bænum og mamma er ekki sú versta. En samt ertu alltaf uppá einhverjum fuglsfjanda…!”




Maður einn keyrði eftir fáförnum vegi, þegar hann allt í einu sá nunnu standa við vegarbrúnina og veifa merkis um að hana vantaði far. Maðurinn stoppaði og bauð henni far með sér. “Ertu að fara langt?” spurði hann nunnuna. -“Að næstu krossgötum”, svaraði nunnan. -“Þá verð ég að fá það hjá þér”, sagði maðurinn, frekar í gamni en alvöru. En honum til mikillar undrunar tók nunnan vel í þetta og sagði að hann myndi fá sitt er þau kæmu að næstu krössgötunum. En hann yrði að taka sig aftan frá. Þetta samþykkti hann og keyrði áfram þar til að krossgötunum kom. Þar fóru þau bæði út úr bílnum. Nunnan fletti upp um sig pilsinu og beygði sig fram með afturendann að manninum, sem var ekki lengi að gera þarfir sínar. Að þessu loknu sagðist hann gjarnan vilja hitta hana aftur og spurði hvað hún héti. -“Ég heiti Jón Jónsson, og er að fara á grímuball,” var svarað…



Feimin smeygði hin unga brúður sér undir sængina. -“Pétur?” -“Já vina mín”. -“Hvað margar stúlkur hafa legið í rúminu hjá þér á undan mér?” Löng þögn. -“Pétur?” -“Já vinan.” -“Ég bíð eftir svari frá þér.” -“Já þú verður að bíða, ég er enn að telja…”!



Steini gamli hafði ætíð verið afskaplega latur maður. Um daginn lét hann t.d. prenta fyrir sig bænirnar sínar og hengdi þær upp á vegg í svefnherberginu sínu. Þegar hann háttar bendir hann alltaf á bænirnar og segir: “Drottinn, þú lest þetta bara…”



Alveg er þetta merkilegt sagði unga ljóskan er hún kom úr þungunarprófinu og ég sem hef aldrei sofið hjá stork.



Skrýtið læknir, kvartaði pía: -“Alltaf þegar ég sé myndarlegan karlmann fer mig að klæja milli tánna.” -“Furðulegt,” svaraði læknirinn. -“Hvaða táa?” -“Stóru tánna”.



-Gerir þú þér grein fyrir að hundurinn yðar beit mig. -Hundurinn minn, skrýtið, hann hefur ofnæmi fyrir svínum.



Skotinn var að enda bréf til vinar síns: Ég ætlaði að senda þér 10 pundin sem ég skulda þér en ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að loka umslaginu.



Frú Guðríður labbaði inn í bakarí. Þegar eigandinn lét ekki sjá sig, labbaði hún bakvið og kom að honum þar sem hann var að skreyta smákökur, og notaði til þess fölsku tennurnar úr sér. Frúin horfði sjokkeruð á hann og stundi síðan upp: -“Ég hélt að þú notaðir sérstakt áhald til þessara hluta.” -“Nei”, svaraði bakarinn. “Ég nota hann þegar ég bý til kleinuhringina!”




Stoltur faðir var að kynna son sinn fyrir vinnufélögum sínum. Og hvað ertu svo gamall vinur spurði einn vinnufélaganna. Þegar ég er heima þá er ég 7 ára en þegar ég fer í strætó þá er ég fimm ára.


Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana…
Hvernig á að heilla mann: Mættu nakin… með bjór.


Lögregluþjónn stöðvaði gamla konu.
-Þú keyrir allt of hratt. Hér er 50 km hámarkshraði en þú keyrðir á 80 km.
-Já, en á skiltinu þarna stendur 80.
-Það er vegnúmerið
Vegnúmerið, bíddu nú við, þá var þetta ekki 180 km hámarkshraði áðan.


-Sjáðu þennann. Hann hlýtur að vera boxari.
-Nei, ég þekki hann. Hann pússar kvennaklefanna í sundlauginni.


-Bandaríkjamenn eru víst búnir að finna upp vél sem uppgötvar þegar þú ert að ljúga.
-Iss, ég er lengi búinn að vera giftur einni slíkri.


Einu sinni var Hafnfirskur vísindamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Þegar annar vísindamaður gekk framhjá sagði hann: Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.
-Djöfull geturðu verið vitlaus. sagði Hafnfirðingurinn.- ég sendi hana auðvitað um nóttu.


-Vilt leika við nýja hundinn minn fyrir mig?
-Æ, ég veit ekki, bítur hann?
-Það er það sem ég vill finna út.


Maður einn kom móður og másandi inn á bensínstöð og spurði -Hvað geta mörgæsir orðið stórar? -Svona tveir metrar. Svaraði afgreislumaðurinn. -Almáttugur, þá hef ég keyrt yfir nunnu.


Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!” skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.
Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?” svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík,“ sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!


Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum
datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar
reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra
heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið
upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði.
Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varstu á fylliríi eina ferðina enn.” Já,
sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.“


Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig
þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna.
„Hefurðu einhverntímann komist í snertingu við karlmann.” Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með
puttanum.“ Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn.” Hún gerði það. Svo
spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn.“ Lykla-Pétur
sagði þá: „Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn.” Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá
þriðju og Lykla-Pétur spyr. „Af hverju ryðstu framfyrir systur þína?“ Þá svarar hún. „Ég ætla sko ekki
að þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn.


Eldri hjón komu nýlega inn á McDonalds og pöntuðu BigMac með gosi á tilboði. Þau skiptu öllu í tvennt, fengu aukaglas og skiptu gosinu á milli sín. Maðurinn byrjaði að borða en konan sat og horfði á. Stúlka sem var að þrífa stóðst þetta ekki og spurði hvort hún mætti ekki gefa þeim annan skammt svo þau þyrftu ekki að skipta þessu á milli sín.
Gamli maðurinn svaraði: „Við erum búin að vera gift í 50 ár og við höfum alltaf deilt öllu á milli okkar. Við breytumst ekki úr þessu.“ Stúlkan spurði konuna næst hvers vegna hún borði ekki og gamla konan svaraði: „Hann er að nota tennurnar, það kemur að mér þegar hann er búinn.“


Jóhann forstjóri kom afskaplega þreyttur heim og sagði við konuna að hann hafi aldrei áður orðið eins þreyttur í vinnunni. Konan vildi vita hvað Jóhann hefði gert sem reyndi svona á hann. Jóhann svaraði: „Tölvan bilaði og ég þurfti að hugsa sjálfur.“


Gunnar sá son nágrannans vera að moka í holu um daginn og spurði drenginn í hvers konar framkvæmdum hann stæði í.
Drengurinn svaraði með ekka: „Ég er að jarða hamsturinn minn.“ Gunnar er raunsær maður og spurði því: „Er þetta ekki nokkuð stór gröf fyrir einn hamstur?“
Um leið og drengurinn mokaði síðustu moldinni yfir svaraði hann: „Nei alls ekki, hamsturinn er innan í kettinum þínum.


Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sína takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengurinn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“


Forstjórafrú lenti í eldsvoða og brenndist. Andlit frúarinnar fór verst og þurfti að græða nýtt skinn á hana. Hún var ekki með nóg skinn sjálf í ígræðsluna svo bróðir hennar sem jafnframt er bílstjóri (sendisveinn) forstjórans, eiginmanns hennar, bauðst til að gefa skinn. Það gekk upp og var tekið skinn af rasskinn bróðursins og grætt á kinnar forstjórafrúarinna.
Þegar kinnarnar voru grónar kom forstjórafrúin til bróður síns og vildi launa honum greiðann en hann sagði, „þú ert sko margbúinn að launa mér. Mér er það sérstök ánægja að sjá manninn þinn kissa þig á kinnarnar. Ég þarf ekki meira.“



Brandarar um konur.



Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?
Engan, bjórinn á alltaf að vera opinn þegar hún kemur með hann.



Af hverju reynir maður ekki við konuna fyrir framan
sig í biðröðinni á féló?
Kona sem er í biðröð á féló, getur aldrei haldið þér uppi.



Af hverju hafa konur nettari fætur en karlmenn?
Þetta er eitt af grunnatriðum þróunarinnar, sem gerir
það að verkum að þær geta staðið nær eldhúsvaskinum.



Hvernig veistu hvenær kona er að fara að segja
eitthvað gáfulegt?
Hún byrjar setninguna á ”Vitur maður sagði eitt sinn við mig…“



Hvernig gerir þú við kvenmannsúr?
Þú gerir ekki við kvenmannsúr, það er klukka á eldavélinni.



Af hverju prumpa karlmenn frekar en konur?
Konur geta ekki þagað nógu lengi til að byggja upp nægilegan þrýsting.



Ef hundurinn stendur bakdyrameginn og geltir, en konan
við aðaldyrnar og kallar, hvoru hleypir þú fyrst inn?
Hundinum að sjálfsögðu, hann þagnar um leið og hann
kemur inn.



Hvað kallarðu konu sem hefur misst 95% af gáfum sínum?
Fráskilda!



Vísindin hafa fundið fæðutegund sem dregur úr
kynlöngun kvenna um heil 90%
Fæðan er Brúðarterta.



Í upphafi skapaði Guð heiminn og hvíldist.
Þá skapaði Guð manninn og hvíldist.
Þá skapaði Guð konuna.
Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn getað hvílst.



Af hverju deyja menn á undan konunum sínum?
Þá einfaldlega langar til þess.



Róni gekk upp að konu á Laugaveginum og sagði: ”Ég hef
ekki borðað í fjóra daga!“
Konan horfði á hann og sagði: ”Ég vildi að ég hefði
þennan viljastyrk!“

.

Sonurinn: Er það satt pabbi, að í sumum ríkjum Afríku kynnist
eiginmaðurinn ekki eiginkonunni, fyrr en hann giftist henni?”
Faðirinn: Það gerist í öllum löndum, sonur sæll“.



Karlmaður auglýsti í einkamáladálkinum: ”Kona óskast“.
Daginn eftir fékk hann tugi bréfa, sem öllu voru á sama veg: ”
Þú getur fengið mína".



Besta leiðin til að muna alltaf eftir afmælisdegi
konunnar; er að gleyma honum einu sinni.

Einu sinni voru 3 menn, einn var með skambyssu, einn með basúku og einn með vasaljós. Þeir voru að fara inn í helli. Fyrst fór meðurinn með basúkuna inn, þar heyrði hann: ,, einn, tveir, þrír og kemst ekki' út, einn, tveir, þrír og kemst ekki' út. Og hann varð svo hræddur að hann hljóp út. Svo fór maðurinn með skambyssuna inn, hann heyrði það sama og varð svo hræddur að hann hljóp út. Svo fór maðurinn með vasaljósið, hann heyrði það sama en hann kveikti á vasaljósinu og sá þá dverg sitjandi á klósettinu að kúka!


Sorry að sumir eru kannski gamlir, en njótið