Allir eru uppteknir í kreppumótmælum þessa dagana en ég sit hér heima veltandi yfir löngu gleymdum og mikilvægum málum fyrir okkar þjóð.
Á síðasta ári eins og allir vita þá voru leiðinlegir tímar í sögu íslands, Við drápum fyrsta ísbjörninn á ógeðfelldann hátt og myndir í fréttablöðum voru af stoltum veiðimönnum brosandi með stórt lík af saklausum ísbirni á okkar slóðum.
Allir díraverndarsinnar urðu brjálaðir út um allann heim við þessar fréttir og vildu menn fara aðrar leiðir við ísbjörn númer tvö. Það var reynt að svæfa hann en viti menn í annað sinn drápum við ísbjörn númer tvö.
Ég fylgdist óður með fréttum eftir þetta atvik, spádómsmenn sögðu að þriðji ísbjörninn myndi koma. Fólk úti í sveit sagði að ísbjörninn hefði sést. Meirasegja var fólk sem dreymdi um að þriðji ísbjörninn væri á leiðinni en viti menn, allt féll í gleymsku áður en eg vissi af.
Við fengum aldrei að vita hvort þessi ísbjörn hefði komið eða ekki og enginn kærði sig um að finna svar við þessum málum.
Ég hef samt komið með niðurstöðu á öllum okkar vandamálum í þessu landi okkar. Þriðji ísbjörninn er dáinn og dó á landi okkar. Og eins og allir vita eins og gerðist við Gunnar okkar á hlíðarenda að ef maður drepur þrisvar í sömu knérun þá gerist eithvað illt.
Ekki fór vel fyrir honum?
Og ekki fór vel fyrir Íslandi.
Allir eru að reyna að finna einhverjum til að kenna og eru að níðast á stjórnmálamönnum um einhverja banka og læti.
Ég hef hér fundið mennina sem bera sök fyrir þessu með þessum útskíringum og eftir þetta ættu allir að skilja þetta betur. þetta er allt þeim að kenna sem hættu að leita af þesum birni og hana nú vandamálið er leyst.
Takk fyrir.
Björgvin Brynjarsson.