jæja það er ýmislegt búið að gerast á mínum skóla árum og ég eru bara nokkrar sögur af því:
við byrjum í barnaskóla í 4. bekk, þar sem ég var stærsta stelpan í bekknum 10 cm hærri en allar stelpurnar og nokkrum cm stærri en flestir strákarnir, strákarnir voru að stríða einni stelpunni sem allar stelpurnar vildu vera með (afþví hún var svo rík:S) og hún kemur til mín og segir “ef þú lemur strákan fyrir mig máttu vera með vettlingana mína í frímínútum” og ég tók hanskana og svo komu strákarnir og voru eitthvað að kalla hana nöfnum og svona, þeir eru allir svona 10-15 cm lægri en ég, ég var kölluð trukkurinn þá og það var náttúrulega líka bent á það að hún væri að hanga með “trukknum” og ég sagði bara við þá: “kannski vill hún bara ekkert hanga með einhverjum þríhjólum eins og ykkur!”
þeir létu hana í friði í nokkra daga eftir það og ég fékk að vera með þessa bleiku vettlinga:)
———
ég var svo komin í 7. bekk og jafnaldrarnir búnir að stækka eitthvað. ég var komin í gaggó og var í eyðu. mér leiddist svo og ég nennti ekki að sitja kyrr svo ég stóð upp og fór að labba í hringi í kringum neðri hæðina og strákarnir stóðu bara og horfðu á mig. svo þegar ég var komin svona 4 hringinn kallar einn strákurinn: “hvað leiðist þér svona mikið? langar þig ekki að kíkja inn á bað með mér” og ég svara stolt og orðheppin: “nei, nei mér leiðist ekkert það mikið, hringdu bara í mömmu þín til að láta hana skeina þér” hann hætti að tala við mig eftir það:D
——————
svo flyt ég til Kanarí og er í spænskum skóla og er í 8. bekk minnir mig. þar sat ég á fremsta borði og Antonio stendur upp og byrjar eitthvað að tala við mig, “hola, comó estás?” ég segi bara “hola” á móti svo er hann að labba út og er að horfa á mig og ég brosi til hans og hann labbar á ruslatunnuna og dettur fram á gang! en hann hélt samt kúlinu á meðan þetta var að gerast;)
svo var ég í íþróttum í körfubolta, ég var ekkert spes í körfubolta en þar sem ég var hausinum stærri en allir var ég sett með strákunum, og leikurinn byrjar, ég stend bara við körfuna að bíða eftir að fá sendingu, fæ sedingu en ég var ekki að horfa þanni ég fæ þennan bolta á þvílíkri ferð í hausinn og dett bara niður og fæ sár á olnbogann og hnéð, auðvitað hætti ég ekki í leiknum og reyni að vera með augun opin og taka aðeins meiri þátt í leiknum, ég hleyp á eftir boltanum og er eitthvað að dekka gaurinn sem er með boltann, kemur ekki fljúgandi blakbolti í hausinn á mér, ég bara wtf dett aftur og meiði mig aðeins meira.
þegar ég var staðin upp aftur á leikruinn að byrja og kennarinn hennti boltanum til mín, ég var ekki að horfa og fæ boltann beint í andlitið!, gleraugun fljúga af og ég að deyja í nefinu.
svo nokkrum dögum seinna dett ég niður stigann og fótbrýt mig!
——————
svo kemur maður heim til íslands eftir 3 ár og fer í menntaskóla..
á fyrsta daginn var ég bara eitthvað að dandalast og leita að gömlu vinkonunum, sé ég ekki þennan funheita gaur og öll mín athygli fer á hann og hann horfir til mín og ég bara roðna og horfi í burtu, akkúrat í því momenti opnast hurðin á mig og fer beint í andlitið á mér og ég fæ kúlu á einnið!
——————
á annari önninni minni byrja ég í dönsku og er með vinkonu minni í dönsku, við erum að lesa einhvern texta og áttum að þýða.. svo var vinkona mín steinsofnuð við hliðinámér og kennarinn kallar á hana að lesa, svo ég hrissti hana til að vekja hana svo hún fái ekki fjarvist. Hún vaknar, ég sýni henni hvar við erum og hún byrjar að lesa “de var en mand… ” svo spyr hún ógeðslega hátt svo það fari ekki framhjá neinum “hvað í andskotanum þýðir mand??”
————————
ég var á leiðinni út í sígó þegar það var svolítill snjór úti og ég var ekkert að pæla í því þegar mamma hringir í mig og ég svara og stend eitthvað með hendina upp í loftið, hún var eitthvað spuja hvar eitthvað væri, og ég sný á mér löppina og dett með háum skell í gólfið, ég meiddi mig lítið svo ég stend bara upp og flýti mér í burtu, skelli á mömmu og byrja að labba niður stigann.. þá kalla stelpurnar sem horfðu á mig detta inni á flötu yfirborði til mín “hey þú.. ” og ég renn í stiganum og lendi með hnéð á járninu og öskra “HVAÐ?!?” og þær með hláturinn í hálsinum og segja “þú misstir kvíkjarann” og springa svo úr hlátri!
svo get ég ekki talið hversu oft ég hef labbað á hurð eða dottið á göngunum í þessum helvítis skóla en já.
———————
ég var sein í frönsku ,kennarinn var líka að kenna mér spænsku þar sem ég var með bróður mínum í tíma, ég hafði einu sinni notað þá afsökun að það væri “Gísla að kenna” og hann fékk þessa setningu á heilann, svo hann segir “ afhverju ertu sein? var þetta Gísla að kenna?” með svona reiðistón, ég bara roðnaði og sagði “bílhurðarnar voru frostnar á bílum……. hans Gísla” hann vær næstum því búinn að drepa mig með augnarráðinu:P
——————————
svo eru reglurnar ef maður hóstar í tíma hjá honum færðu annaðhvort hálstöflur í þig eða nálægt þér, ég fæ hóstakast og hann horfir reiðilega á mig og hennti hálstöflunum af fullum krafti í mig og hornið á spjaldinu fer beint í ennið á mér svo ég er þarna aumlandi og hóstandi á sama tíma, hann sagði “fáður þér ein og hættu þessu hávaða!”(orðrétt)
—————————–
ætti eginlega að kallast slysa húmor en hey ég er orðin of sein í skólann:P vona að þið höfðuð gaman að þessu