Jæja, þá er veturinn komin og byrjað að kólna. Eins og allir vita þýðir það bara eitt: SNJÓR. Þar sem snjór er líklega það allra versta sem fylgir vetrinum er ekki úr vegi að gefa ykkur nokkur ráð til að komast heil undan vetri:

-1. Vertu með skóflu á þér. Þú veist aldrei hvenær þú þarft að grafa þig inn eða út úr hinum ýmsu vistarverum.

-2. Notaðu eins mikið kakó og þú framast getur. Ef þú byrjar að kólna er fátt betra en kakó til þess að hressa aðeins upp á manni. (Ef þú kannt ekki að búa til gott kakó getur þú notað það til að bræða snjóinn í stað þess að drekka það.)

-3. Skildu alltaf dyrnar heima hjá þér eftir opnar og hækkaðu alla ofna í botn. Ef við stöndum saman getum við kannski brætt snjóinn.

-4.Sofðu eins lengi og þú villt á morgnanna. Það sparar gífurlega orku og fæðuþörfin minnkar. (Margreynt meðal annarra dýrategunda.)

-5. Segðu við sjálfa/n þig:“ Það er ekki snjór…” ca. 100 sinnum áður en þú ferð út. Þá hverfur hann kannski.

-6. Farðu strax á slysavarðstofu og láttu setja gifs á alla útlimi. Það sparar þér fyrirhöfnina þegar þú dettur.

-7. Fjárfestu undir eins í Puffins kuldaskóm. Samkvæmt auglýsingum eru þeir allra meina bót og þar að auki nauðsynlegt flóttatæki af Hrauninu þegar upp kemst um nr.9.

-8. Líttu á snjóinn sem óvin þinn og lærðu hvernig hann hugsar. Finndu veikleika hans og gerðu árás þegar minnst varir.

-9. Vertu viss um að þú hafir verið svo óþolanlega perralegur í sumar að allar barnafjölskyldurnar í nágrenninu séu fluttar. Þá áttu ekki á hættu að fá snjóbolta í hnakkann.

-10. Gefðu skít í allt. Seldu bílinn, bækurnar og græjurnar, hættu í skóla og keyptu þér flugfarmiða aðra leiðina til Ibiza. Þar geturðu svo reynt að lifa á götubetli fram á næsta vor. Einbeittu þér að feitu, gömlu, ríku fólki.