Jón bóndi í Útnára hafði aldrei verið giftur, en var í gær að fá til sín eina Thælenska úr póstlistanum “Einn með Öllu”. Hann veit ekki alveg hvernig
hann á að umgangast dömuna og ákveður að hringja í póstlistann, en fyrir
slysni ruglast hann á símanúmerum og fær samband við tölvubúðina “Ein með Öllu”.

Heyrum nú hvað þeim fór á milli.

Sölumaður (S)
Jón bóndi (J)

RING RING

S “Ein með öllu” góðan daginn,

J “Já, góðan daginn. Ég fékk hjá ykkkur ”Eina“ núna um daginn og ég er í helvítis brasi með hana. Ég kann bara ekkert á hana. Ég held að hún sé tælensk…..”

S “Neiii…. Það getur ekki verið. Ef þú hefur fengið hana nýlega þá hlýtur hún að vera frá Kóreu. Hvað heitir hún annars?”

J “Hún heitir Híun Dæ, held ég. Hún var allavega með merki framan á sér sem á stóð Híun Dæ.”

S “Já, Hyundai, það getur passað. En hvaða vandræði eru með hana?”

J “Ég er búin að vera að berjast við að reyna að koma henni af stað í allan dag en ekkert gengið.”

S “Ertu búinn að taka hana úr umbúðunum?”

J “Já, já, hún stendur hérna alveg ”nettó “fyrir framan mig og ég bara veit ekkert hvað ég á að gera næst.”

S “Mér finnst nú alltaf best að hafa þær uppi á borði þegar ég nota þær annars þreytist maður svo fljótt í bakinu.”

J “Jááá þú segir nokkuð. Ég skelli henni þá upp á borð!”

S “Gott, svo sestu framan við hana og athugar hvort hún sé orðin heit.”

J “Ég er búin að þreifa aðeins á henni og hún er bara sæmilega volg víðast hvar…”

S “Hvernig týpa er þetta annars? 486?”

J “Tja- 6 og ekki 6…Það sem ég var með í huga var bara svona venjulegt sex allaveganna til að byrja með. Það er aldrei að vita hvað maður gerir svona seinna meir…”

J “Þú segir að hún sé orðin volg, já Þá skaltu grípa um músina, og færa hana rólega þangað til að ”bendillinn“ er kominn þangað sem þú vilt.”

J “Grípa um músina? Er það nú ekki svolítið ruddalegt svona rétt á meðan við erum að kynnast?”

S “Nei, nei. Það er alveg nauðsynlegt að vera liðugur á músina þannig að þú fáir það sem þú vilt.”

J “Jæja, það skal þá þannig vera, en heyrðu, það er allt fullt af hárum á músinni !”

S “Klikkaðu undir hana og blástu svo á hana. Það ætti að duga. Hvernig er annars minnið í henni?”

J “Tja, það hefur nú lítið reynt á það ennþá hún kom nú bara í gær”

S “Þú ert náttúrulega með harðan? Er það ekki?”

J “Harðan. Jú, og ég er búinn að vera með hann lengi. Loksins er ég búinn að fá eitthvað til að setja hann í! !”

S “Hvað er hann stór?”

J “Stór??? Hann er svona í góðu meðallagi!!!!”

S “O.K. gott, þeim mun stærri því meiru getur þú hlaðið á hann. Segðu mér annað, hvernig drif er á henni?”

J “Hvað meinar þú með drif??????”

S “Sérðu ekki rifu framan á henni? Það er drifið…”

J “Já, ég sé smá rifu en ég er vanur að kalla hana allt öðrum nöfnum.”

S “Já, rifan er til þess að bæta í hana einu og öðru. Þú stingur bara floppinum inn og svo er það bara ”run“ og ”enter“.”


J “Run? Þarf það???? Ég er nú ekki með það stórt herbergi að ég geti verið að hlaupa mikið en ENTER það get ég!!!”

S “Svo veistu að þú getur tekið pásu hvenær sem er því að sá harði geymir allt saman eins lengi og þú vilt, nema náttúrulega að hún krassi á þig!”

J “Krassi á mig? Eiga þær það til líka? Ég get nú bara ekki hugsað þá hugsun til enda.”

S “Ef hún krassar þá getur sá harði skemmst.”

J “Það hlýtur að vera ósköp sárt!!!!”

S “Enn hvað ætlar þú að gera við hana? Í hvað ætlar þú að nota hana?”

J “Ég var nú aðallega að hugsa um að leika mér að henni meðan ég er að kynnast henni. Svo fer ég að nota hana í eitt og annað nytsamlegt.”

S “Það er upplagt að láta hana sjá um bókhaldið. Það er um að gera að nýta möguleika hennar á öllum sviðum eins og maður getur.”

J “Segðu mér eitt, er ekki óhætt að treysta þeim?”

S “Jú, jú, þær eru nokkuð öruggar.”

J “Hvað finnst þér um hana? Heldur þú að hún sé ekki bara nokkuð góð? Hún Híun Dæ???”

S “Jú, ég er búinn að skoða þær margar, og þessi er örugglega þrælgóð.
Þú þarft náttúruleg að vita að þær úreldast fljótt. Þú kemur bara með hana niðureftir og uppfærir í eina nýja. Við tökum þá gömlu uppí!!”

J “Það er ekki að spyrja að því. Toppþjónusta sem þið veitið…..”

S “Já, við leggjum okkur fram við að veita kúnnanum góða þjónustu. Margir skipta á svona tveggja ára fresti…”

J “Heyrðu, ég þakka þér bara kærlega fyrir hjálpina. Nú er ég tilbúinn til þess að hjóla í hana….”

S “Gott hjá þér, og ef þú lendir í frekari vandræðum þá skal ég koma á staðinn og hjálpa þér.”



fékk þetta á TVB þannig engin skítköst takk ;)