Hér er brandari sem ég heyrði um daginn og já, ég veit að sumt passar ekki.
Einu sinni var her japanskeisara í stríði við nágrannaþjóð sína og besti samúræjinn í hernum dó. Japanskeisari lét þá senda eftir bestu samúræjum í heiminum.
Þrír samúræjar komu til keisarans, einn var kínversk ættaður, annar var japanskur og sá seinasti var Gyðingur.
Þá bað keisarinn þann kínverska að sína hvað hann gæti og Kínverjinn tók upp litla öskju, opnaði, og út kom hunangsfluga. Meðan flugan var að reyna að átta sig, dró Kínverjinn upp sverðið sitt og hjó, þannig að flugan datt niður í tveimur jafnstórum pörtum.
Þá var komið að Japananum og hann tók upp aðra svipaða öskju, opnaði, og út kom önnur hunangsfluga. Hann tók upp sverðið og hjó tvisvar. Flugan datt niður dauð í fjórum jafnstórum pörtum.
Þá var komið að Gyðingnum og hann tók upp pínulitla öskju, opnaði, og út kom mýfluga. Hann tók upp sverðið sitt og hjó, en flugan hélt áfram að fljúga.
Þá sagði Japanskeisari “Þetta var nú kannski svolítið djarfur leikur hjá þér”
Gyðingurinn spyr hann hvað hann eigi við.
“Nú, flugan er ennþá fljúgandi”
Þá svarar Gyðingurinn “Neinei, umskurður er ekki til að drepa”