Maður og sínaggandi kona hans fóru í sumarfrí til Jerúsalem. Á meðan þau dvöldu þar, lést konan. Eftirlifandi eiginmanninum var sagt : “Þú getur fengið hana senda heim fyrir 5000 dollara, eða þú getur jarðað hana hér, í okkar helga landi, fyrir 150 dollara.” Maðurinn hugsaði sig um í skamma stund og sagðist myndu vilja fá konuna senda til síns og þeirra heimalands.
Maðurinn var umsvifalaust spurður.. “Afhverju viltu eyða 5000 dollurum til að koma konu þinni heim, þegar að það er frábært að jarða hana hér og aðeins fyrir 150 dollara?”
Maðurinn svaraði, “Fyrir löngu síðan dó maður hérna, var jarðaður hér, og þrem dögum síðar reis hann upp frá dauðum. Ég tek ekki þá áhættu.”
Maður nokkur var staddur í Bónus að kaupa sér heitan kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði í hann og brosti til hans. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. “Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns” svaraði hún.
Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér “ha… ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér… ó mæ god, ég þekkti þig ekki!”
Konan svaraði svipbrigðalaust:
“Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!”