Eggið kom á undan. Ef við spólum aftur á bak þá fáum við hæna-egg-hæna-egg-hæna-egg-hæna-egg-hæna-egg
Þar til við erum með forsögulegan fugl sem heitir ekki hæna.
höldum aftur:
-forsögulegur fugl-egg-forsögulegur fugl-egg-forsögulegur fugl-egg-forsögulegur fugl-egg-forsögulegur fugl-egg
Höldum enn þá lengra aftur:
Risaeðla-egg-Risaeðla-egg-Risaeðla-egg-Risaeðla-egg-Risaeðla-egg-Risaeðla-egg-Risaeðla-egg
Ef við höldum svona nógu langt aftur þá endum við með einfrumung sem er aðeins ein fruma, líkt og egg, og á í raun mun meira skyllt með eggi en nokkur tíman flóknu dýri eins og hænu.
#2: Auk þess sem stökkbreytingar í lífverum verða í kynfærum, eða á þroska/fósturstigi svo að síðasta stökkbreytingin sem varð í þróun hænunnar gerðist í kynfærum hennar eða í egginu þegar það var að þroskast svo að hún sjálf varð ekki fyrir áhrifum og eggið því fyrsti liðurinn í nýju “tegundinni”
Þannig að… Eggið kom á undan
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig