Síminn hringir á heimili einu og lítil stúlka svarar í símann.
* * * svarað * * *
“Halló?”
“Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?”
“Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda”
Eftir stutta stund segir pabbi: “En þú átt engan Kalla frænda, elskan!”
” Jú víst, og hann er uppi í herbergi með mömmu núna!”
“Hmm. allt í lagi, gerðu þetta fyrir pabba: Leggðu frá þér símann, bankaðu á
svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim?
“Allt í lagi, pabbi!”
Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann:
“Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi”
“Og hvað gerðist?” spyr hann.
“Mamma stökk allsber fram úr rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í
mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna. . . .”
” Guð minn góður, hvað með Kalla frænda?”
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni.
Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar STEINDAUÐUR !!!!
* * * löng þögn * * *
* * * lengri þögn * * *
Svo segir pabbi,:
“Sundlaug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Er þetta ekki 555-2775??”