Minn kæri bal134
Ef að greinarnar sem ég sendi inn hafa eitthvað farið fyrir brjóstið á þér, og húmorinn í honum væntanlega líka, þá biðst ég velvirðingar á því. Ég viðurkenni það að ekki allir geta séð húmorinn í þessu. Ef þú hins vegar lest “irc” greinina vel yfir og alveg til enda, þá hlýturðu að sjá hvar húmorinn felst. Varðandi barnið á sjúkrahúsinu, sem btw hann var ekki á, þá er titillinn á greininni “spam”. Þetta er afskræmt form af emaili sem eflaust hefur gengið manna á milli varðandi einhvern helvítis krakka sem fær gefins einn dollara upp í aðgerð sem hann þarf að fara í fyrir hvern þann einstakling sem þetta email er sent á. Það hins vegar vantaði part af þessari grein þegar hún fór inn af einhverri ástæðu þar sem allt kom í ljós. Það voru mistök af einhverra hálfu, ekki ætla ég að segja hvort það hafi verið ég, IE eða hugi.is sem varð þess valdandi.
Framvegis munu allar greinar sem innihalda efni sem gæti farið fyrir brjóstið á fólki vera kyrfilega vel merktar til þess að það geti komist hjá því að verða fyrir sálarkvölum og reiðisköstum.
Kveðja<br><br>Vectro
“Women might be able to fake orgasms. But men can fake whole relationships.”