Nokkrir finir brandarar, að minu mati allavega:D
*Það var heitt í veðri og ljóskan var á rölti um bæinn þegar
hún sá gossjálfsala og ákvað að nota tækifærið og fá sér
ískalt gos. Hún gengur upp að sjálfsalanum og setur pening
í raufina.
Peningurinn rennur út aftur. Þetta gerist í hvert skipti
hjá henni þegar hún setur pening í raufina, en alltaf gerir
hún þetta aftur og aftur-pening í og hann rennur úr, pening
í og hann rennir út…
Þar sem það var mjög heitt í veðri og margir að hugsa það
sama og ljóskan, að fá sér kalt að drekka var komin röð
fyrir aftan hana. Einn ungur maður sem var orðin ferlega
þreyttur og þyrstur segir ljóskunni að fara drífa sig því
það séu fleiri sem þurfi að komast að.
“Ekki að ræða það,” segir ljóskan um hæl og bætir
við….”Ég er að vinna fullt af pening, sérðu það ekki?”
*Lögreglumaður nokkur starfaði á Vestfjörðum við löggæslu að vetri til. Í brjáluðu veðri og blindsnjókomu var hann í eftirlitsferð um sveitina í mikilli ófærð.
Þegar lögreglumaðurinn var að nálgast einn sveitaveginn sér hann hvar gamall Land Rover jeppi er á kaf í skafli. Lögreglumaðurinn fer út og athugar með ökumanninn og sér jafnframt að hjólin á bílnum snúast á mikilli ferð. Lögreglumaðurinn áttar sig á hver sá gamli sé og bankar í gluggann.
Bóndanum bregður mjög en rennir gluggahleranum og segir við lögregluna, “Hva…þú hér…og ég sem er á 60.” (60 km).
*
Lögregluþjónn stöðvaði gamla konu.
-Þú keyrir allt of hratt. Hér er 50 km hámarkshraði en þú keyrðir á 80 km.
-Já, en á skiltinu þarna stendur 80.
-Það er vegnúmerið
Vegnúmerið, bíddu nú við, þá var þetta ekki 180 km hámarkshraði áðan.
*
-Sjáðu þennann. Hann hlýtur að vera boxari.
-Nei, ég þekki hann. Hann pússar kvennaklefanna í sundlauginni.
*Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!” skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.
Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?” svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík,“ sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!
Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum
datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar
reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra
heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið
upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði.
Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varstu á fylliríi eina ferðina enn.” Já,
sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.“
*Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni á einstefnugötu.
Löggan: ”Sástu ekki örvarnar?“
Ljóskan: ”Ég sá ekki einu sinni Indjánana.“
Læknirinn: ”Taktu þessar pillu þrisvar á dag.“
Ljóskan: ”Hvernig get ég tekið sömu pilluna oftar en einusinni?"