Tekið af www.liverpool.is
Fyrir langa löngu hvarf Guð úr himnaríki í heila 6 daga.
Mikael erkiengill fann hann loks á sjöunda degi þar sem hann var að hvíla sig. Hann spurði Guð: “Hvar hefur þú verið?”
Guð andvarpaði af ánægju og benti stoltur niður í gegnum skýin. “Sjáðu Mikael, sjáðu hvað ég hef skapað” sagði hann spenntur.
Mikael horfði undrandi á og spurði, “Hvað er þetta?”
“Þetta er pláneta” svaraði Guð, ,, og á henni hef ég skapað LÍF. Ég mun kalla hana JÖRÐ, og þetta verður staður þar sem ríkja mun fullkomið jafnvægi“.
”Jafnvægi?“ spurði Mikael, ennþá undrandi.
Guð hóf að útskýra hina ýmsu hluta jarðarinnar. ”Sjáðu til, Norður-Ameríka verður staður tækifæra og velsældar, meðan Suður-Ameríka verður fátæk. Mið-Austurlönd, þarna hinu megin verður hitasvæði. Þarna megin er heimsálfa full af hvítu fólki og hinu megin er heimsálfa full af svörtu fólki.“ Guð hélt áfram og benti á hin ýmsu lönd. ”Þetta land verður óskaplega heitt og þurrt, meðan þetta verður mjög kalt og þakið ís.“
Erkiengillinn, sem var mjög hrifinn af þessu sköpunarverki, benti á lítinn punkt á jörðinni og spurði, ,”Hvað er þetta?“
”Ah,“ sagði Guð, ,,Þetta er LIVERPOOL, stórkostlegasti staður jarðarinnar. Þar er stórkostlegt útsýni hvert sem litið er. Fólkið í Liverpool er hógvært, gáfað og með góða kímnigáfu. Þau munu ekki hræðast að hlægja að sjálfum sér. Þau munu ferðast um allan heiminn. Þau munu verða mjög mannblendin, dugleg og afkastamikil. En þau munu ávallt halda tryggð við heimaborg sína og munu aldrei gleyma uppruna sínum. Þau munu dreifa gleði og aðdáun hvert sem þeu fara.”
Mikael gapti af undrun og aðdáun, en sagði svo, “Hvað með jafnvægið Guð? Þú sagðir að þarna myndi jafnvægið ríkja.”
Guð svaraði spekingslega,
“Bíddu þar til þú sérð aumingjana sem ég ætla að setja við hliðina á þeim í Manchester.”