Þetta er saga sem er í bókinni Mályrkja og mér fannst hún fyndin þannig að ég ætla að sýna ykkur hana. :)

“Axarskaft Handa Syni Mínum”

Einhverjusinni bjó karl á bæ. Hann var heyrnarlaus og fremur vitgrannur, en lagtækur. Einu sinni sat hann frammi í bæjardyrum og var að smíða axarskaft, en stóreflis kvistur var í skaftinu. Karl sér að tveir menn koma ríðandi og fer nú að hugsa um hvað þeir mundu segja við sig, því hann vissi sem var að hann mundi ekki heyra hvað þeir segðu. Karli þykir líklegt að þeir muni spyrja: “Hvað ert þú að smíða, karl minn ?” “Axarskaft handa syni mínum,” ætlar hann að svara. “Á það að vera langt ?” heldur hann að þeir muni spyrja. “ Allt upp undir kvistinn” ætlar hann að svara. Þá heldur hann að þeir muni spyrja hvort þeir megi á í mýrinni. Hann ætlar að svara: “Farið þið í hana báðir.” Þá heldur hann sjálfsagt að þeir spyrji til vegar og ætlar hann að svara, eins og satt var, að vegurinn lægi beint norður úr skörðunum. Ekki grði karlinn ráð fyrir lengra samtali milli sín og gestanna. Nú koma mennirnir að heilsa karli. “Sæll vertu nú, karl minn!” segja þeir. “Axarskaft handa syni mínum,” svarar hann. Mennirnir héldu að karl væri að snúa út úr fyrir þeim og sögðu: “Rekist það upp í rassinn á þér,” því að þeim þótti karl eiga skilið ónot. “Allt upp undir kvistinn,” svarar hann. Nú þóttust mennirnir sjá að karl væri eitthvað geggjaður og þótti þeim ráðlegt að grennslast eftir hvort kerling væri heima, því að þeim þótti ólíklegt að hún væri jafnafundin og karlinn. “Er kerlingin þín heima?” spurðu þeir. “Farið þið báðir í hana,” svaraði karl. Þá er mennirnir heyrðu þetta urðuð þeir bálvondir og sögðu við karl: “ Djöfullinn dragi þig á eyrunum.” “Hérna beint norður úr skörðunum,” svaraði karl. Að svo mæltu skildu þeir. Gestirnir fóru leiðar sinnar en karl var mjög hróðugur yfir því hve hann hefði gert gestunum góð skil.

Þjóðsaga
This IS a tasty burger!