Frábær sketch sem heitir “Íbitinn”
Það eru hér Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon sem fara hér á kostum. Davíð er þjónninn.
Þjónninn: Get ég aðstoðað?
Viðskiptavinurinn: Já góðan daginn ég er að spá í hamborgarann hjá þér, hvernig er hann borinn fram?
Þ: Hann er bara borinn fram íbitinn með frönskum ogsósu og salati
V: Hvað sagðiru?
Þ: Hann er bara borinn fram íbitinn með frönskum, sósu og salati
V: Íbitinn?
Þ: Já
V: Hvernig þá íbitinn?
Þ: Nú í-bitinn, í bitinn, það er búið að bíta í hann
V: Er búið að bíta í hamborgarann?!
Þ: Já
V: Bíturu í hamborgarann?
Þ: Já
V: Þá ætla ég ekki að fá hann. Hvernig er T-bone steikin?
Þ: T-bone steikin hún er mjög góð, hún er íbitin með bakaðri kartöflu og frönskum villisveppum
V: Bíturu líka í T-bone steikina?
Þ: Já.
V: Til hvers?
Þ: Af því að annars væri hún ekki íbitinn.
V: Áttu ekki eitthvað sem er ekki íbitið?
Þ: Laxinn.
V: Laxinn?
Þ: Já
V: Er hann ekki íbitinn?
Þ: Nei.
V: Ég ætla þá að fá hann. Hvernig er hann serveraður?
Þ: Hann er serveraður með frönskum kartöflum og affengnu salati.
v: Affengnu salati? Hvernig þá affengnu salati?
Þ: Nú af-fengnu salati, affengnu, það er búið að semsagt fá sér af, af því.
v: Færðu þér af salatinu!?
Þ: Já
v: Af hverju?
Þ: Af því að mér finnst lax vondur
V: Finnst þér lax vondur?
Þ: Já
V: Þannig að í staðin fyrir að bíta í laxinn þá færðu þér af salatinu
Þ: Umm… já.
V: Heyrðu, get ég þá ekki bara fengið bakaða kartöflu í staðin fyrir affengið salat?
Þ: Jú, ekkert mál, þú tekur þá laxinn með frönskum og íbitinni bakaðri kartöflu?
V: Nei! Heyrðu láttu mig þá frekar fá affengið salat heldur staðin fyrir íbitna kartöflu, segjum það.
Þ: Alveg sjálfsagt
V: Hvernig dressing er með salatinu?
Þ: Það er engin dressing með salatinu
V: Engin dressing með salatinu?!
Þ: Nei þess þarf ekki, það er ásnýtt.
V: Er það hvað?
Þ: Það er ásnýtt
V: Ásnýtt?! Snýtir þú þér á salatið helvítis ógeðið þitt?!
Þ: ÉG?! Neuh! Kokkurinn.
V: Af hverju?
Þ: Því ég er ekki kvefaður.
V: Hvað kemur það málinu við?
Þ: Þessvegna er það kokkurinn sem snýtir sér af salatinu en ekki ég.
V: Það er ógeðslegt
Þ: Já það er það reyndar
V: Svei mér þá! Ég held að ég tek mér frekar íbitna kartöflu heldur en ásnýtt salat!
Þ: Alveg sjálfsagt
V: Er súpa með þessu?
Þ: Já, súpa dagsins fylgir öllum réttum.
V: Hvernig er súpa dagsins?
Þ: Grænlensk ræpusúpa
V: Rækjusúpa?
Þ: Nei ræpusúpa, við fáum grænlenskan togara sem að við látum hann laxera og hellum útá…
V: NEI ég vil ekki vita það ég vil ekki vita það!!
Þ: Allt í lagi.
V: Djöfull! Eigið þið ekki eitthvað sem er ekki íbitið eða ábrundað eða ískitið eða flösuyfir eða klórað eða eyrnamergssmurt ógeð?!
Þ: Jú steinasteikin.
V: Steinasteikin?
Þ: Já
V: Er hún ekki svona neitt íbitin svona neitt… allt í lagi með hana?
Þ: Já
V: Hvernig stendur á því að það er allt í lagi með þessa steinasteik?
Þ: Bara, mér finnst það óviðeigandi
V: Óviðeigandi?
Þ: Já, ég þekkti Þorstein mjög vel…
*Heyrist í viðskiptavininum kúgast*
Frábærlega leikið, þessir þættir voru í útvarpinu á sínum tíma. Ef þið hafið aðgang að IsTorrent ættuð þið að geta fundið þetta.
Bætt við 30. september 2007 - 02:27
Þá bendi ég einungis á IsTorrent vegna þess að ég veit ekki til þess að þessir sketchar séu til á geisladisk nokkurstaðar. Ef að einhver veit um nokkuð slíkt endilega segið mér frá því og hvar sé hægt að fá hann.