Ég las þennan í Dagskrá Vikunnar. Snilld!
Ítalskur ferðamaður sem var staddur í Madrit á Spáni, fékk skyndilega þá hugdettu að skella sé á nautaat sem átti að vera í nágreninu seinna um daginn. Hann skemmti sér konunglega og dáðist af því við vin sinn hvað nautabaninn for létt með að stúta nautinu
Um kvöldmatarleytið fer hann svo inn á nálægðan veitingastað og biður þjóninn um rétt dagsins og vín hússins. Hann hafði ekki beðið lengi þegar þjónninn kemur með veitingarnar. Þegar hann þakkar þjóninum fyrir frábæran mat, spyr hann þjóninn að því hvað þessi indælli réttur heiti. “Hann heitir ojabjakk” svarar þjónninn um hæl. Hvaða hráefni er notað í svona góðan mat spyr ítalinn aftur. Það eru eistu nautsins sem féll í hringnum í dag. Ítallinn sætti sig við þetta og þakkaði fyrir sig og kvaddi.
Daginn eftir kemur Ítalinn aftur og pantar sama rétt og kvöldið áður. Þegar hann hefur lokið við matinn, spyr hann þjóninn af hverju skammturinn hafi verið svona lítill, því hann hafi verið svo útilátinn í gær. “Það er út af því að nautið tapar ekki alltaf” svaraði þjóninn. :D