Eins og venjulega fór Eddi snemma í háttinn, kyssti konuna góða nótt og
steinsofnaði. Seinna um nóttina vaknar hann og sér gamlan mann inn í
svefnherberginu, klæddan í hvítan kufl.
“Hvað í andskotanum ertu að gera í svefnherberginu mínu ?”
segir Eddi reiður.
“Þetta er ekki svefnherbergið þitt,” segir maðurinn, “þú ert kominn til
himna og ég er Lykla-Pétur.”
“HVAÐ? Ertu að segja að ég sé dauður ? Ég vil ekki deyja… ég er allt
of ungur og á eftir að gera svo margt,” segir Eddi.
“Ef ég er dauður þá vil ég að þú sendir mig til baka á stundinni!”
“Það er nú ekki svo einfalt,” Svarar Pétur. Þú getur aðeins snúið
tilbaka sem hestur eða hæna. Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað.
Eddi hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er
örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn með
einhvern á bakinu, svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur
sem hæna. Það væri ábyggilega letilíf.
“Ég vil snúa aftur sem hæna…” samstundis var Eddi kominn í hænsnakofa með
fallegar fjaðrir og allar græjur.
En almáttugur hvað honum var illt í
afturendanum. Það var eins og hann væri að springa!
Þá kemur haninn….
“Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?
”Allt í lagi býst ég við“ Svarar Eddi en mér finnst eins og rassinn á mér
sé að springa!
”Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður?
Nei hvernig geri ég það?
“Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli” Svarar haninn.
Og Eddi gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa.
Skömmu síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu.
“Vá segir Eddi þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar og
byrjaði að rembast og eitt egg í viðbót liggur á gólfinu.
Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra: ”Vaknaðu
Eddi, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm” !!!!!