Þrjár systur á aldrinum 92, 94, og 96 ára bjuggu saman.

Kvöld eitt var sú 96 ára að fara í bað. Hún setur annan fótinn í baðið og hikar svo við. Hún hrópar niður stigann, “Var ég að fara ofan í baðið eða að fara upp úr því?”
Hin 94 ára gamla kallar til baka. “ Ég veit það ekki, ég skal koma upp og
athuga það”. Hún leggur af stað upp stigann en hikar síðan og kallar, “ Var ég að fara upp stigann eða niður?”.
Á meðan var sú 92ja ára að fá sér tebolla í eldhúsinu og hlustaði á systur sínar. Hún hristir höfuðið og segir “ Ég vona svo sannarlega að ég verði ekki þetta gleymin”.
Hún bankar þrisvar í borðið (7 - 9 - 13).
Síðan kallar hún, "Ég kem upp og hjálpa ykkur báðum um leið og ég er búin að fara til dyra og sjá hver er að banka.