Verð að fá að vera með í þessum korki.
Í fyrra var ég í náttúrufræði, vorum í hópavinnu að skoða eitthvað frumuógeð í víðsjá. Okkur tókst samt ekki að finna nein af þeim frumulíffærum sem við áttum að sjá. Síðan kíkti ein af stelpunum í hópnum mínum í sjána, og kallar geðveikt spennt: “Vá! Ég sé eitthvað geðveikt stórt!” Við hin vorum nú pínu spennt, þangað til hún segir: “Æi nei, djók, þetta voru bara augnhárin mín…”
Þetta var svo fyndið að ég hlæ ennþá að þessu.
Í dag vorum við svo að gera þýskuverkefni í tölvunum. Þá horfir stelpan við hliðiná mér á skjáinn minn og spyr: “Hvernig gerirðu eiginlega W?”. Ég skildi ekki alveg hvert hún var að fara og hváði, en þá spurði hún aftur. "Eins og í war, hvernig gerirðu það?
Ég teygði mig yfir á lyklaborðið hennar og ýtti á W takkann. Hún varð þá eins og kúkur á svipinn.
Greyið hefur örugglega aldrei rekist á þennan takka á lyklaborðinu.
Og ég er ennþá flissandi, þetta var svo vandræðalegt augnablik.