Ég “póstaði” þessu inná /knattspyrna og langaði bara að setja þetta hér líka.
Ég ætla að segja frá óheppilegu atviki sem ég lenti í í leik gegn Fylki í 5.flokk.
Þannig var mál með vexti að ég var að spila fyrir Fjölni gegn Fylki og við vorum að vinna 1-0, Þá tekur vinur minn upp á því að skora sjálfsmark, ekkert athugavert við það gat voða lítið annað gert.
En seinna í leiknum skora ég þetta glæsilega skalla mark. Sigurinn var í höfn en vandinn var að ég skora sjálfs mark sem sagt tvö sjálfsmörk og Fylkir kom út sem sigurvegari 2-1. Við sem skoruðum sjálfsmörkinn vorum saman í miðverði þennan leik. Bæta má við að þetta var á Reykjavíkur móti og þeir unnu mótið.
Seinna í leiknum tæklaði ég strák aftan frá í hælinn og hann spilaði ekki meiga þennan leik.
Árið eftir þetta þá var ég á Esso mótinu og Fylkis strákarnir kom inní herbergið og sögðust ætla að rústa okkur. á þessum tímapunkti stóð ég bakvið skilrúm sem stóð milli hurðar og vegg. þegar ég labba fram fyrir skilrúmið kemur þessi svaka svipur á gaurinn og hann segir svona geðveikt hissa/hræddur: ÞÚ! Þetta var einstaklega gaman og held ég að þessi gaur sé annar strákurinn úr Bursta'bithes?
Langaði bara að deila þessu með ykkur.
Endilega komi þið með einhver svipuð atvik.