Í Buenos Aires var 25 ára maður að rífast við 20 ára eiginkonuna sína…maðurinn verður víst svo reiður að hann tekur upp konuna sína og kastar henni útaf svölunum af áttundu hæðar íbúðinni þeirra…Konan lendir á rafmagnslínu og flækist án þess að fá straum…Maðurinn í allri sinni reiði og fljótfærni stekkur útaf svölunum (hvort sem það var til að bjarga konunni, eða ganga endanlega frá henni…það veit enginn) en nær ekki að rafmagnslínunum og fellur niður í ótímabæran dauða. Konunni hinsvegar tókst að sveifla sér að svölum einum og bjargaðist.
Jæja, í Bandaríkjunum eru til svona rafmagnslínuturnar…semsagt háir turnar úr stáli (eða einhverju álíka) sem komu í stað þessara löngu stanga úr tré (þetta þykir fallegra vegna einhverra ástæðna). Allaveganna, þessir turnar eru sirka 20 metrar á hæð (og það er nokkuð mikið).
Allaveganna. Fólk á það til að klifra upp þessa turna..uppá ferska loftið eða útsýnið. En eitt kvöld er ungur maður sem klifrar þarna upp til að fá sér smá ferskt loft eftir rifrildi með kærustuni… Hann klifrar þangað upp og er með kippu af bjór með sér, svona uppá vellíðan auðvitað. Hann er allaveganna búnað drekka 5 bjóra og er á þeim sjötta þegar hann þarf alveg allsvakalega að míga. Þar sem það er nokkuð vel langt niður, og hann í þvílíkum spreng, ákveður hann bara að míga á staðnum. Svo hann rennir niður buxnaklaufinni og tekur það til að míga…en málið er að saltvatn er nokkuð góð leiðsla fyrir rafmagn..og um leið og bunan lenti á rafmagnslínunum, fékk náunginn soddan raflost að hann flaug af rafmagnsturninum og lést.