Ömmur í fótbolta
Hópur eldri kvenna í bænum Jerez á Spáni hefur tekið sig saman og myndað knattspyrnulið. Liðið hefur nú verið starfrækt og vilja konurnar að stofnuð verði deild sem þær geti spilað í. Sú elsta í hópnum er áttræð og meðalaldur kvennanna er um 65 ár.
Ástæðan fyrir fótboltanum er sú að konunum var farið að leiðast í eldriborgara leikfimi og stakk þá starfsmaður elliheimilisins upp á því að þær stofnuðu fótboltalið. Sérstök áhersla er lögð á upphitun, samhæfingu og að lokum teygjur. Segja þær að með því að hittast og spila fótbolta batni allir verkir og áhyggjur þeirra hverfi eins og dögg fyrir sólu.
Flestar dreymir um að fá að spila í sérstakri deild en það sem þær óska sér heitast þessi jól væri að hitta stórstjörnurnar í liði Real Madrid.
Spænskar fótboltaömmur
Rakst á þessa grein á Vísi í dag, sjá hér.