Ég rak augun í þessa frétt á Vísi.is núna rétt áðan:

Vísir.is, 20.12.06., [url
http://www.visir.is/article/20061220/FRETTIR02/61220035]
Óheppni bensínþjófurinn
Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna.

Þegar lögreglan kom á staðinn sat eigandi húsbílsins grátandi af hlátri á tröppunum. Fischer lá hinsvegar gubbandi og stynjandi á jörðinni. Hann var líka dálítið subbulegur í framan, eftir að hafa sogið upp í sig vænan skammt úr salernistanki húsbílsins.

Boðskapur: Gáum alltaf að því hverju við erum að stela áður en við stelum því X-D.