Ég ætla að byrja á Golden Moments frá honum litla bróður mínum sem er í dag 6 ára gamall.

Eitt sinn vorum við familían á leið út að gera eitthvað, mikil leti er meðal einhverra unglinga og þar á meðal mér þegar kemur að því að klæða sig í skóna, ég nenni yfirleitt ekki að losa frá reimunum og klæða mig þannig í heldur “juðast” ég svona í þá og treð mér ofaní þá. Eitt sinn vorum við á leiðinni út og það losnar um reimina hjá mér, drengurinn horfir síðan á mig og segir ,,Eyþór, ertu að reima skóna þína? Kanntu það alveg? Þetta hef ég ekki séð í mörg ár"
hehe eins og gamall kall hefði verið að segja þetta híhí..

Þetta gerðist í kringum jólin í fyrra þegar amma var komin í heimsókn og var með unnusta sínum, við ákváðum að skreppa aðeins í Nettó að versla fyrir jólin. Þau voru áður búin að segjast ætla að fara í Kringluna. “Hvað er þetta eiginlega, ætluðu þau ekki í Kringluna”?? Jú jú segir mamma.. hún rétt búin að leggja bílnum, stekkur drengurinn út og er ennþá hálf hneykslaður á þeim og vindur sér að þeim og segir.. “hvað er að ykkur eiginlega, eruð þið komin með fuglaflensuna eða hvað???” Það sprakk allt úr hlátri á bílaplaninu við Nettó.. en hann var ennþá grafalvarlegur yfir þessu…

Eitt sinn var hann á fótboltaæfingu og þegar hann kemur heim spyr mamma hans ,,Var gaman á æfingu?“ Hann svarar: ,,Já, ég var rosa góður, ég skoraði mark og leikurinn endaði 1-0.” ,,Nú, góður“ Segir mamma en þá kemur hann ,,Já, ég skoraði það í hálfleik sko”



Svo eru það viðbót af Golden Moments úr vinnunni en gamla útgáfu getið þið lesið hérna (klikka hér)

En ég ætla að byrja á manneskju sem að var ekki alveg með hausinn á réttum stað.. Hann pantaði sér einhverja pizzu í heimsendingu, pöntunin var búin og það var lesið yfir allt og yfir farið heimilisfang og það dót. Síðan um klukkutíma seinna hringir hann aftur og er að undrast um hvers vegna pöntunin hans sé ekki kominn, og þá var spurt: ,,Er heimilisfangið ekki *blablablabla* í Reykjavík?“ Þá kemur hann og segir ,,NEI! Ég var búinn að gleyma því að ég væri ekki heima hjá mér en ég er á vistheimilinu á Akureyri!” Æ þetta var svo spes :D

Smá mismæli frá mér komu einhvern tíman í byrjun desember en þá spurði ég ,,Má nokkuð bjóða þér brauðstangir með þessu?“ Hún spyr hvað það kostar og ég svara ,,2850 krónur” hún bara ,,HA? Fyrir smá brauðstangir? :O“ Ég frekar vandræðalegur segi ,,úps, þær eru á 440 krónur, las óvart yfir heildarverðið”

Man ekki mikið meir úr vinnunni eins og er en flest allt er á hinum korknum..

Annars ætla ég að segja frá momenti, þetta er reyndar enginn húmor kannski en fjölskylda föðurbróður míns lenti í bílslysi 2. des og 5 ára dóttir hans lést og bróðir hennar, 8 ára lamaðist fyrir neðan mitti, en hann segir einhvern tíman fyrir um viku síðan ,,Ég sakna hennar Svandísar rosa mikið, þó að hún hafi langoftast verið alveg hundleiðinleg" Frekar fallega sagt en þó pínu spes setning :)



Ég læt þetta bara gott heita :)

Kveðja frá Theo Walcott#32 :P