Hér er einn af þessum klassíksu lögfræðingabröndurum þeir eru venjulega ekki fyndnir en þessi er sá albesti.
Njótið:
Verkfræðingur var ný dauður og var á leiðinni til lykla-Péturs. Þegar hann kom til lykla-Péturs spurði Pétur: Jæja hvað getur þú sagt mér um sjálfan þig?
Verkfræðingurinn svaraði: ég heiti Gunnar Jónsson og ég er verkfræðingur. Pétur varð hugsi og sagði: verkfræðingur….. verkfræðingur… nei við eigum ekki von á verkfræðingi þú hlýtur að eiga að fara til helvítis. Mánuði eftir þetta spurði Guð Pétur hvort að hann hafi nokkuð séð verkfræðinginn sem átti að koma. Pétur hagsaði og sagði: verkfæðingur…. verkfræðingur… já alveg rétt ég vissi ekki að hann ætti að koma til okkar og ég senti hann til helvítis.
Nokkru síðar fór Guð niður til helvítis og þar var allt orðið voðalega fínt og búið að tengja rafmagn og hitavatnsleiðslur og þarna voru komin ljós og skreytingar. Guð spurði djöfulinn hvort að hann hafi fengið verkfræðing fyrir stuttu. Djöfullinn svaraði: já sérðu ekki hvað allt er orðið fínt hérna? Guð svaraði: jú en gallinn er að hann átti að vera í himnaríki. Djöfullinn neitaði og sagði að hann væri ekki að fara neitt. Eftir löng rifrildi sagi Guð loksins: Annaðhvort fæ ég verkfræðinginn núna eða ég kæri þig! Djöfullinn svaraði: Kæra mig? Hvar ætlar þú að fá lögfræðing?
Takk fyrir
p.s.
ef þið eruð sljó þá er meiningin með þessum texta að allir lögfræðingar eru í helvíti