Við í 10. bekk í skólanum vorum í dósasöfnun í gær til styrktar útskriftarferðarinnar í vor og þar lentum við 2 félagarnir í skondnu atviki sem ég varð að setja hér inn :P

En þannig var að við fórum og löbbuðum á milli húsa að safna dósum, við krakkarnir skiptum okkur niður á stigaganga.. við fórum inná einn stigaganginn og þar tók gömul kona á móti okkur.. Hérna kemur samtalið:

,,Já, góðan daginn, við erum hérna úr 10. bekk og erum að safna dósum og flöskum til styrktar útskriftarferðarinnar okkar í vor“

Og þá sagði hún eitthvað og hleypti okkur síðan inn og var að tala e-ð og svo allt í einu segir hún ,,Guð blessi ykkur drengir mínir því þið eruð svo yndislegir að gefa mér mat og svona, ég veit þið trúið á guð almáttug hinn mikla frelsara..”

Þá hugsaði ég með mér ,,hvar er ég staddur :S This is kinda freaky“ haha

Og þá sagði félagi minn,,Við erum ekki að gefa neitt, við erum að safna dósum svo að við getum farið í útskriftarferðalag þegar við klárum 10. bekk”

Hún bara ,,Já, eruð þið að safna, fyrirgefiði elskurnar en hvernig dósir viljiði, viljiði svona kertastjaka?“

Ég bara ,,uu nei reyndar ekki” og tók upp 7-up flösku sem við höfðum fengið áður til að sýna henni hvað við áttum við..


haha þetta var bara svo skondið.. Ég var bara hérna ,,Bíddu, síðan hvenær telst kertastjaki sem dós ^o)" haha þetta var eitt mesta rugl sem ég hef lent í..