Gamla Konan og Glitnir
Eldri kona kemur inn í útibú Glitnis á Sæbrautinni síðla miðvikudagsmorguns. Hún ber með sér stóra íþróttatösku. Sem snöggvast snýr hún sér til gjaldkera og kveðst vilja hitta útibústjórann þar á bæ. Gjaldkerinn spyr hana um ástæðu en gamla konan segist þá ekki vilja gefa hana upp. Gjaldkerinn segist þá ekki geta hjálpað konunni meira í þeim málum. Gamla konan gefst ekki upp og loks fellst gjaldkerinn á að reyna að útvega konunni fund með útibústjóranum. Þegar gömlu konuna ber að garði á skrifstofu útibústjórans, sem er kominn hátt í sextugt opnar hún töskuna um leið og hún býður góðan daginn. Viti menn, í töskunni blasa við hvorki meira né minna en 500.000 ísk. Útibústjórinn sýpur hveljur og spyr konuna gömlu hvernig hún eignist svo mikinn pening. Konan svarar: “Það get ég sagt þér, maður minn. Ég veðja. Og nú ætla ég að veðja við yður um milljónina hálfu sem er í töskunni minni að eistun á yður séu rétthyrnd”. “Nei heyrðu mig, kona góð.” Segir þá útibústjórinn “Þér skulið þó ekki segja mér að svona farið þér að því að græða fé. En vissulega skal ég glaður veðja upp á hálfa miljón, og þótt meira væri í húfi, að eistun á mér séu aldeilis ekki rétthyrnd”. “Jæja,“ segir konan “víst þér segið svo, ætti yður að vera sama um að ég kæmi hérna á skrifstofuna til þín á morgum klukkan tíu með lögfræðinginn minn og að vér gerum þá upp okkar mál.” Bankastjórinn kveðst vera laus um tíuleitið á morgun og svona mæla þau sér mót. Næsta morgun tekst bankastjóranum lítið að vinna, vegna þess hve upptekinn hann er að því að sannfæra sjálfan sig um lögum eistna sinna. Um tíuleitið kemur konan með lögmanninn og bankastjórinn heldur því statt og stöðugt fram að eistun séu síður en svo ferhyrnd. “Já, en vegna þess hve mikill peningur er í húfi, verð ég að geta sannreynt lögun eistnanna” segir gamla konan og lætur ekki bugast. Bankastjórinn gyrðir niður um sig og konan þreifar létt á eistunum. Á meðan á því stendur tekur bankastjórinn eftir því að lögmaðurinn grúir andlit litt í kjöltu sér. Bankastjórinn er nú hálf miður sín vegna líðan mannsins og getur ekki stillt sig um að spyrja manninn hvað ami að honum en hann svarar:”Ja nú er ég hræddur um að ég sé í vondum málum. Þannig er nefnilega mál með vexti að gamla konan veðjaði við mig að hún myndi halda eistum útibústjóra Glitnis á Sæbraut í höndum sér klukkan tíu í dag."