Þar sem ég er í vinnunni og hef ekkert að gera þá kem ég með eina McDonalds sögu fyrir ykkur.
Nú ég flutti til Belgíu árið 2000 og fannst mér það voða gaman. Eitt það fyrsta sem við gerðum var að fara í verslunarmiðstöðina í hverfinu og fá okkur McDonalds í kvöldmat. Nú ég hafði haft reynslu af ostborgurum héðan af Íslandi og eru þeir með súrsuðum gúrkum og allskyns ósmekklegheitum á borgaranum og ég ákvað að vera gáfaður fyrirfram. Ég gekk að afgreiðsluborðinu og þar sem ég kunni hvorki Frönsku né Hollensku (eiginlega flæmska samt) þurfti ég að gera mig skiljanlegan á máli sem ég hafði lært í 2 og 1/2 ár, ensku.
Ég bað voða skýrt um “One hamburger only with cheese, nothing else” hún spyr mig þá “Only cheese?” og ég svara að bragði “Yes”. Þegar við fengum síðan matinn okkar fékk ég hamborgara með brauði og osti, engu kjöti!
Næst þegar við fórum tók ég skýrt fram að mig langaði endilega líka í kjöt. Ég sagði þá "only with cheese and meat".