Ég og mamma vorum báðar í burtu eina helgina og bróðir minn var eftir.
Hann er ekki mikið fyrir að elda og ákvað að bjarga sér með því að kaupa bara eina Freschetta búðarpizzu. Hann hitaði hana og fór með hana inní herbergi, een auðvitað rann hann svo á sokk sem var þarna á gólfinu og missti pizzuna…pizzan flaug og snerist við í loftinu, svo lenti hún á hvolfi beint á hreinu rúmfötunum sem hann var að þvo!
Rúmið leit út eins og hann hefði ælt yfir allt :'D Svo þurfti hann að henda pizzuni þarsem mestallt áleggið var farið af og pizzan orðin köld þegar hann var loksins búinn að þrífa þetta almennilega :D (Þetta fór alveg í gegnum lakið og á dýnuna).
Í staðinn fyrir að eiga þægilegt kvöld fyrir framan tölvuna að horfa á kvikmynd með pizzu og kók varð hann að hamast á rúminu með hreinsiefni á rúminu :'D

Boðskapurinn sögunnar var að skilja ekki sokka eftir á gólfinu ^^,