Miðaldra hjón voru að fara saman í sumarbústað í svona eiginlega golf ferðalag, í viku. og fyrsta daginn sem það kom, byrjaði það bara á því að ganga frá töskunum og pakka öllu upp og svona. laga til, síðan fóru þau bara út, með golfsettið og allt það, en gleymdu myndavélinni heima.. og síðan þegar þau komu heim um kvöldið aftur þá sáu þau að það var einhver búinn að vera þarna heima hjá þeim.. einhver hefði komið þarna inn og fengið sér kaffi og svona og öskubakkinn var fullur af stubbum.. það höfðu einhverjar tvær manneskjur bara komið þarna og slakað á og fengið sér kaffibolla og síðan bara horfið! Og auk þess sem að það var búið að taka eina mynd á myndavélina.. þetta var svona filmuvél.. þannig að þau gátu ekkert séð myndina. Þau hringdu í alla ættingja og vini sem þeim datt í hug að hefðu verið þarna, en enginn kannaðist við það, þau ákváðu bara að gleyma þessu og halda áfram að njóta ferðalagsins, gengu bara frá í eldhúsinu, háttuðu sig, burstuðu tennur og fóru að sofa. Og síðan næstu dagar ferðalagsins voru bara svona venjulegir og gengu allir bara upp á sama hátt. Fóru í golf á hverjum degi og höfðu það bara gott þarna, og síðan þegar þessi ágæta vika var liðin, þá bara pökkuðu þau öllu draslinu saman og fóru heim á höfuðborgarsvæðið og byrjuðu bara á því að fara og framkalla myndirnar sem þau höfðu tekið. Síðan bara fóru þau heim og gengu frá öllu á sinn stað og byrjuðu að skoða myndirnar, síðan tóku þau eftir þessari mynd sem þau könnuðust ekki við að hafa tekið, þá var þetta mynd af karlmanni í fínum jakkafötum, sást ekki í andlitið hans, og hann var með girtar niður buxurnar með tannburstana þeirra í rassinum á sér.