Kennari var að fræða nemendur sína um hvali. Hún var búin að tala þónokkuð um þá án þess að krakkarnir voru eitthvað að grípa frammí. “Hvalir geta ekki gleypt menn” sagði hún í miðri setningu og þar sem einni stelpu fannst það skrítið þá greip hún frammí og sagði “en hvernig gat þá hvalurinn gleypt Jónas” kennslukonan sem vissi að hún mætti ekki vera með neinar trúarprédukanir sagði bara aftur “Hvalir geta ekki gleypt menn”. “Þegar ég fer til himnaríkis, þá ætla ég bara að spurja hann Jónas” sagði unga stúlkan. “En ef Jónas fer til helvítis” svaraði kennarinn háðslega. “Þá spyrð þú hann bara” sagði stúlkan.
Váv.