Jæja brandarinn að þessu sinni fjallar um mann sem var að sækja um vinnu í skrifstofufyrirtæki. Nýi starfsmaðurinn var sagt að hann verði að vera með lykilorð “password” til að hafa aðgang að tölvunni sinni. Forstjórinn fyrirskipaði einni skrifstofustúlkunni að aðstoða nýja starfsmanninum með að setja upp lykilorðið í tölvuna hans. Hún spyr hann hvaða passorð hann vildi hafa og hann segir þá, “Tippi”.

Skrifstofustúlkan roðnaði ekkert smá þegar hún byrjaði að skrifa inn passorðið “Tippi”. og skrifaði það tvisvar inn til að staðfesta lykilorðið. Og síðan ýtti hún á ENTER takkann.

Öll skrifstofan heyrði þá allt í einu svakalega hlátur og fliss frá skrifstofustúlkunni þegar hún fékk neitun á staðfestingu lykilorðsins “Tippi” á tölvuskjáinn. En það stóð einmitt alltaf á skjánum þegar hún reyndi að staðfesta það aftur og aftur, Lykilorð hafnað. Ástæða “Alltof stutt”.

Hvað héldu þið annars að ég væri að fara að tala um hér þegar þið sáuð þennan nafntitil. Enn eitt vælið um sjálfan mig ha?