Topp 10: Pikk upp línur fyrir stöðumælaverði

10. Þú hefðir nú örugglega gaman að því að labba með manni í einkennisbúningi niður Laugarveginn

9. Á einni nóttu get ég sagt þér allt um 50 kalla

8. Komdu með mér heim eða ég sekta þig

7. Ég hef sektað alla gæjana í Skítamóral

6. Ég er örugglega búinn að skrifa út 2 milljónir í vikunni

5. Þú verður aldrei með aukahluti á rúðunni ef þú kemur með mér

4. Viltu koma í hark? ég veit um nóg af klinki

3. Langar þig að leggja frítt það sem eftir er ævinnar?

2. Ég fæ að taka búninginn með mér heim, þú mátt máta hann

1. Ertu utan af landi? ég þekki miðbæinn eins og lófann á mér


[úr Topp 10 listabókinni, og heyrðist einnig á X-inu 97.7]